Jarðarberjaterta

Jarðarberjaterta Jarðarber terta kaka ásgeir Páll Þorvaldur þorvaldsson Isabella Tho þorri þorvaldsson hráfæði glúteinlaus glúteinfrí raw food
Glúteinfrí jarðarberjaterta

Glúteinfrí jarðarberjaterta

Mikið óskaplega er ég endalaust hrifinn af hrátertum. Hrátertur geta ekki klikkað, þær falla aldrei, eru yfirmáta hollar, eru aldrei misbakaðar(enda ekki bakaðar). Svo þarf ekki að hafa áhyggjur af því að þær lyfti sér illa – já svo eru þær einstaklega bragðgóðar. Með öðrum orðum þá mælir allt með hrátertum. Söngvararnir og fyrrverandi sambýlisfélagarnir Ásgeir Páll og Þorvaldur komu í kaffi. Eins og oft áður er afar gaman að gefa þeim félögum að borða – þeir taka hraustlega til matar síns.

.

JARÐARBERJARÐARBERJATERTURHRÁTERTUR ÁSGEIR PÁLLÞORVALDUR

.

 Glúteinfrí jarðarberjaterta

botn:
1 b mjúkar döðlur
1 b pekanhnetur
1 b möndlur
1 tsk kanill
1 tsk chiafræ
1-2 msk vatn
1/4 tsk salt

Fylling
3 b jarðarber, fersk eða frosin
1 b kasjúhnetur
1 msk sítrónusafi
2 msk maple síróp
1 tsk vanilla

Ofan á:
börkur af einni sítrónu

Botn: Setjið allt í matvinnsluvél og maukið. Setjið ca 20 cm kringlótt form á tertudisk (ekki með botni, þjappið deiginu þar ofan í og aðeins upp með hliðunum.

Fylling: Blandið saman í matvinnsluvél hnetum, sítrónusafa, sírópi og vanillu. Bætið við jarðarberjunum og maukið áfram.  Setjið fyllinguna ofan á botninn og frystið. Berið tertuna fram hálffrosna. Rífið sítrónubörk og dreifið yfir.

FLEIRI HRÁTERTUR

Jarðarberjaterta
Isabella, Þorvaldur og Ásgeir Páll

.

— JARÐARBERJATERTA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Surimi salat

Surimisalat

Surimi salat. Litfagurt og bragðgott salat sem er gott með brauði, sem forréttur á salatblöðum eða með saltkexi í næsta saumaklúbbi. Surimi er fiskafurð upprunin í Asíu en hefur breiðst út um allan heim, einnig nefnt krabbalíki.

Veitingastaðurinn Burro – einstakur, líflegur, litríkur og bragðmikill

Veitingastaðurinn Burro - einstakur, líflegur, litríkur og bragðmikill. Burro Tapas + steak. Mið- og suðuramerískur smáréttastaður með frábærum Latin steikum. Bragðgóður, litfagur matur sem fer vel í munni og maga. Líflegur Burro öðruvísi en allir aðrir staðir, stórfín viðbót við fyrirmyndar veitingastaðaflóru landsins með ljúfa og góða þjónustu.