Hnetusmjörs-, banana- og kókósrjómaís

 

Hnetusmjörs-, banana- og kókósrjómaís

Hnetusmjörs-, banana- og kókósrjómaís. Söng- og sambýlisfélagarnir Pétur og Bjarni eru afar liðtækir í eldhúsinu og farnir að undirbúa jólamatinn.
Vegan hnetusmjörs-, banana- og kókósrjómaís með súkkulaðibitum og mintu! Tilvalinn eftirréttur um jól og áramót, má eiginlega segja að þetta sé jóla- og áramótaísinn 2014.

Hnetusmjörs-, banana- og kókósrjómaís rjómaís hnetusmjör bananar kókos ís Pétur Oddbergur Bjarni Guðmundsson

Hnetusmjörs-, banana- og kókósrjómaís

800 ml kókósrjómi (kældur)

1 dl döðlusýróp

1 1/2 dl hnetusmjör

3 bananar (best ef orðnir vel dökkir)

2 tsk vanilludropar

100 g dökkt súkkúlaði 70%

Mintublöð

Uppskriftin hentar fyrir allt að 8 manns.

Best er að eiga ísvél en við gerðum þetta með því að setja ísinn í frysti og taka hann út á hálftíma fresti og hræra í með písk.

Bitið súkkúlaðið í litla bita og setjið til hliðar.
Setjið kókósrjómann og sýrópið í blandara og látið blandast vel saman.  Því næst má setja hnetusmjörið og vanilludropana saman við. Hendið svo bönununum út í og blandið þangað til allt er orðið vel blandað saman. Hellið í form (kælt). Setjið í frysti og takið út á hálftíma fresti og hrærið í blöndunni međ písk.

Þetta tekur dágóðan tíma en alveg þess virði! Viđ byrjuđum kl. 17 of ísinn var ekki tilbúinn fyrr en um miđnætti.

Berið fram með mintublöðum og jafnvel jarðaberjum líka 😉

Verđi ykkur ađ góđu!

Kveðja
Bjarni og Pétur í Hollandi!

Hnetusmjörs-, banana- og kókósrjómaís Hnetusmjörs-, banana- og kókósrjómaís Hnetusmjörs-, banana- og kókósrjómaís

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.