Hnetusmjörs-, banana- og kókósrjómaís

 

Hnetusmjörs-, banana- og kókósrjómaís

Hnetusmjörs-, banana- og kókósrjómaís. Söng- og sambýlisfélagarnir Pétur og Bjarni eru afar liðtækir í eldhúsinu og farnir að undirbúa jólamatinn.
Vegan hnetusmjörs-, banana- og kókósrjómaís með súkkulaðibitum og mintu! Tilvalinn eftirréttur um jól og áramót, má eiginlega segja að þetta sé jóla- og áramótaísinn 2014.

Hnetusmjörs-, banana- og kókósrjómaís rjómaís hnetusmjör bananar kókos ís Pétur Oddbergur Bjarni Guðmundsson

Hnetusmjörs-, banana- og kókósrjómaís

800 ml kókósrjómi (kældur)

1 dl döðlusýróp

1 1/2 dl hnetusmjör

3 bananar (best ef orðnir vel dökkir)

2 tsk vanilludropar

100 g dökkt súkkúlaði 70%

Mintublöð

Uppskriftin hentar fyrir allt að 8 manns.

Best er að eiga ísvél en við gerðum þetta með því að setja ísinn í frysti og taka hann út á hálftíma fresti og hræra í með písk.

Bitið súkkúlaðið í litla bita og setjið til hliðar.
Setjið kókósrjómann og sýrópið í blandara og látið blandast vel saman.  Því næst má setja hnetusmjörið og vanilludropana saman við. Hendið svo bönununum út í og blandið þangað til allt er orðið vel blandað saman. Hellið í form (kælt). Setjið í frysti og takið út á hálftíma fresti og hrærið í blöndunni međ písk.

Þetta tekur dágóðan tíma en alveg þess virði! Viđ byrjuđum kl. 17 of ísinn var ekki tilbúinn fyrr en um miđnætti.

Berið fram með mintublöðum og jafnvel jarðaberjum líka 😉

Verđi ykkur ađ góđu!

Kveðja
Bjarni og Pétur í Hollandi!

Hnetusmjörs-, banana- og kókósrjómaís Hnetusmjörs-, banana- og kókósrjómaís Hnetusmjörs-, banana- og kókósrjómaís

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Íslensk jarðarber – það jafnast ekkert á við þau

Íslensk jarðarber. Það jafnast ekkert á við fersk íslensk jarðarber, þau eru sæt, falleg og bragðmikil. Eftir að hafa skoðað Garðyrkjustöðina Silfurtún á Flúðum (sem framleiða Silfurber) lýsi ég því hér með yfir að ég mun alltaf velja þau fram yfir hin innfluttu. Mun hvorki sjá jarðarberin í Costco né annarsstaðar komist ég hjá því. Ekkert skordýraeitur er notað við framleiðsluna á Silfurtúni. Auk þess sem sem þau taka sér ekki far með flugvélum þúsundir kílómetra.  Hægt er að fá fersk jarðarber frá fjölskyldunni á Silfurtúni svo að segja allt árið.

Strákakvöld með grillaðri nautalund og brownies

Strákakvöld með grillaðri nautalund og glúteinlausum brownies. Kjartan Örn hefur áður komið við sögu að grilla hér á blogginu, en þeir Bergþór útbjuggu HM veislu og elduðu saman nautalund í vikunni með bernaise sósu, Hasselback kartöflum og salati. Þar sem þeir eru báðir byrjaðir í ræktinni gerði Kjartan sykur- og hveitilausar brownies.