Hnetusmjörs-, banana- og kókósrjómaís

 

Hnetusmjörs-, banana- og kókósrjómaís

Hnetusmjörs-, banana- og kókósrjómaís. Söng- og sambýlisfélagarnir Pétur og Bjarni eru afar liðtækir í eldhúsinu og farnir að undirbúa jólamatinn.
Vegan hnetusmjörs-, banana- og kókósrjómaís með súkkulaðibitum og mintu! Tilvalinn eftirréttur um jól og áramót, má eiginlega segja að þetta sé jóla- og áramótaísinn 2014.

Hnetusmjörs-, banana- og kókósrjómaís rjómaís hnetusmjör bananar kókos ís Pétur Oddbergur Bjarni Guðmundsson

Hnetusmjörs-, banana- og kókósrjómaís

800 ml kókósrjómi (kældur)

1 dl döðlusýróp

1 1/2 dl hnetusmjör

3 bananar (best ef orðnir vel dökkir)

2 tsk vanilludropar

100 g dökkt súkkúlaði 70%

Mintublöð

Uppskriftin hentar fyrir allt að 8 manns.

Best er að eiga ísvél en við gerðum þetta með því að setja ísinn í frysti og taka hann út á hálftíma fresti og hræra í með písk.

Bitið súkkúlaðið í litla bita og setjið til hliðar.
Setjið kókósrjómann og sýrópið í blandara og látið blandast vel saman.  Því næst má setja hnetusmjörið og vanilludropana saman við. Hendið svo bönununum út í og blandið þangað til allt er orðið vel blandað saman. Hellið í form (kælt). Setjið í frysti og takið út á hálftíma fresti og hrærið í blöndunni međ písk.

Þetta tekur dágóðan tíma en alveg þess virði! Viđ byrjuđum kl. 17 of ísinn var ekki tilbúinn fyrr en um miđnætti.

Berið fram með mintublöðum og jafnvel jarðaberjum líka 😉

Verđi ykkur ađ góđu!

Kveðja
Bjarni og Pétur í Hollandi!

Hnetusmjörs-, banana- og kókósrjómaís Hnetusmjörs-, banana- og kókósrjómaís Hnetusmjörs-, banana- og kókósrjómaís

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Silungur með kóriander/basil pestói

Silungur

Silungur með kóriander/basil pestói

Góður fiskur er hreinasta dásemd. Sjálfur er ég hrifnastur af feitum fiski, hann er bæði ríkur af d-vítamíni og omega 3. Fiskur er kjörið hráefni til að nota í hina og þessa rétti. Helst þarf að passa að ofelda/sjóða ekki fiskinn, já og líka að velja ferskan góðan fisk.  Annars er gaman að segja frá því að þegar ég kom heim út fiskbúðinn með silunginn hringdi í mig kona sem les þetta blogg reglulega. Hana vantaði hugmynd að eldun kvöldmatarins. Hún sagðist vera með fisk sem maðurinn hennar veiddi, sennilega væri það silungur.

Perur soðnar í freyðivíni

Perur í freyðivíni

Perur soðnar í freyðivíni. Margir eiga minningar tengdar niðursoðnum perum úr dós, einu sinni þóttu manni þær stórfínar og eftirsóknarverðar. Jú perutertan góða stendur alltaf fyrir sínu. Perur soðnar í freyðivíni eru himneskar, gjörsamlega bráðna í munni og leika við alla bragðlauka. Einfaldur eftirréttur sem öllum mun líka - áramótaeftirrétturinn í ár

SaveSave