Fleur de sel – súkkulaðibitakökur

Fleur de sel – súkkulaðibitakökur Konráð Jónsson jólabakstur súkkulaðikökur súkkulaðismákökur smákökusamkeppni grgs fleur de sel góðar smákökur
Fleur de sel – súkkulaðibitakökur

Fleur de sel – súkkulaðibitakökur. Gleðigjafinn hugprúði Konráð Jónsson sigraði í árlegri smákökusamkeppni starfsfólks Opus lögmanna. Fjölmargar smákökur bárust, eins og stundum er getur verið erfitt að velja sigurvegara (vinningssmákökuna).  Nú eins og undanfarin ár fengum við Bergþór með okkur gestadómara sem var Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. „Þessi  uppskrift er í grunninn af vefsíðunni Gulur, rauður, grænn og salt, en ég notaði sérstakt sjávarsalt, sem heitir Fleur de sel

SMÁKÖKUR -— JÓLINKONRÁÐ JÓNSSON

Fleur de sel – súkkulaðibitakökur jólabakstur dagur b eggertsson konni konráð jónsson
Dómnefndin og sigurvegarinn; Dagur B. Konráð, Bergþór og Albert

Fleur de sel – súkkulaðibitakökur

Þessi uppskrift gerir ca. 32 stk

470 g hveiti

2 msk maizenamjöl

1 ½ tsk lyftiduft

1 ¼ tsk matarsódi

1 ¼ tsk salt

280 g smjör, mjúkt

200 g sykur

250 g púðusykur

2 egg

1 tsk vanilludropar

200 g súkkulaði, saxað

Hrærið saman sykri, púðursykri og smjöri þar til blandan er orðin létt og ljós eða í kringum 3-5 mínútur. Bætið út í einu eggi í einu og látið síðan vanilludropa saman við. Blandið saman í skál hveiti, sterkju, lyftidufti, matarsóda og salti. Hrærið það síðan smátt og smátt saman við hitt en varist að hræra of lengi. Bætið súkkulaðinu saman við.
Geymið í amk. sólahring í kæli. (Má sleppa.)
Mótið við litlar kúlur úr deiginu, látið á smjörpappír með góðu bili á milli. Stráið Fleur de sel yfir (mjög litlu, annars verða þær of saltar).
Bakið í 10-12 mínútur við 175°C.

Fleur de sel – súkkulaðibitakökur dagur borgarstjóri reykjavík smákökur smákökusmakk
Dómnefndin að störfum

— FLEUR DE SEL – SÚKKULAÐIBITAKÖKUR —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Lauk- og ansjósubaka – Pissaladiére

Lauk- og ansjósubaka

Lauk- og ansjósubaka frá Nice – pissaladiére. Þeir sem eru hrifnir af ansjósum elska þessa böku. Til að fá enn meira ansjósubragð er kjörið að nota olíuna af þeim líka. Fallegast þykir að raða ansjósunum þannig að þær myndi tígla og setja tómatana inní þá og ólífurnar ofan á

Konfektterta

Konfektterta. Á meðan ég ritstýrði blaði Franskra daga fékk ég oft saumaklúbba til að vera með uppskriftir í blaðinu. Einu sinni voru þar Fáskrúðsfjarðarkonur í Félagi austfirskra kvenna. Sigurbjörg frænka mín Bjarnadóttir bakaði Konfekttertu og kom með. Alveg stórfín terta sem ber nafn með rentu.

Hummus – heimalagaður hummús er mjög góður

Hummus

Hummús. Fátt er betra ofan á (pítu)brauð og kex en hummus, sérstaklega fyrir þá sem elska hvítlauk. Oftar en ekki nota ég mun meira af hvítlauk en stendur í uppskriftinni. Ágætt er að hafa í huga að hummmús geymist ekkert sérstaklega vel, því er betra að útbúa minna magn í einu.

Hnetusteik

Hnetusteik. Á mögum heilsuveitingahúsum og í betri búðum má fá dýrindis hnetusteikur en það er líka gaman að útbúa sína eigin. Þessi hnetusteik verður á okkar borði á jólunum.