Auglýsing
Kókostoppar Birna Björnsdóttir ljósmóðir Brimnes Fáskrúðsfjörður smákökur jólabakstur jólasmákökur
Kókostoppar

Kókostoppar. Birna föðursystir mín, sem bakaði tæplega tuttugu tegundir af smákökum fyrir jólin, hafði þann sið í seinni tíð að ljúka smákökubakstrinum í nóvember. Sem barn var erfitt að skilja þetta en mikið skil ég þetta vel núna. Hér á bæ er þetta með aðeins öðru sniði. Að vísu höfum víð bakað hátt í tíu tegundir, en ekki til að geyma, nú eru það kókostoppar. Fínt að skella jóladisknum með Ellý og Vilhjálmi á og gleyma sér í bakstrinum. Kókosmjöl hefur allar götur verið i miklu uppáhaldi hjá mér og er enn.

.

BIRNA BJÖRNSD — FÁSKRÚÐSFJÖRÐURBRIMNESSMÁKÖKURJÓLINKÓKOSMJÖL

Kókostoppar

6 3/4 b kókosmjöl

1 b hveiti

1/2 tsk salt

1 b (soya)mjólk

2/3 b kókosmjólk

1 msk vanilla

1/4 tsk möndludropar

1 egg

1 væn msk gott hunang

250 g dökkt gott súkkulaði

1-2 msk góð olía

Takið einn bolla af kókosmjöli og þurrristið á pönnu þar til það er fallega gyllt á litinn. Kælið lítið eitt. Blandið saman í skál kókosmjölinu (ristaða og óristaða) hveiti og salti. Takið  hrærivélaskál, setjið í hana mjólk, kókosmjólk, vanillu, möndludropa, egg og hunang – hrærið saman. Hellið þurrefnunum saman við og blandið vel saman. Mótið kökurnar með puttunum (tandurhreinum) og setjið á plötu með bökunarpappír á. Bakið í 12 – 14 mín við 170° eða þar til kökurnar eru fallega gylltar á litinn. Látið kólna

Setjið súkkulaði og olíu í skál og bræðið yfir vatnsbaði. Dýfið kökunum í og kælið.

.

kókostoppar kókos smákökur birna björnsdóttir brimnes jólasmákökur jólabakstur kókosmjöl
Kókostoppar

.

— BIRNA BJÖRNSD — FÁSKRÚÐSFJÖRÐURBRIMNESSMÁKÖKURJÓLINKÓKOSMJÖL

— KÓKOSTOPPARNIR GÓÐU —

Auglýsing