Apríkósukúlur
Fátt sameinar fjölskyldur eins og undirbúningur fyrir jólin. Það er fínasta „fjölskylduföndur” að útbúa konfekt eða annað gott fyrir jólin. Annars eiga þessar kúlur alltaf við, ekkert sérstaklega um jólin.
.
— APRÍKÓSUR — KÚLUR — NAMMI — KONFEKT —
.
Apríkósukúlur
450 g apríkósur
1 dl möndlur
1 msk kókosolía, fljótandi
2 msk kókosmjöl
1 msk síróp
1 tsk kanill
1/2 tsk vanilla
smá chili
1/2 tsk salt
2 dl kókosmjöl
Setjið apríkósur, möndlur, kókosolíu, kókosmjöl, síróp, kanil, vanillu, chili og salt í matvinnsluvél og maukið (ekki samt of fínt). Mótið kúlur og veltið þeim upp úr kókosmjölinu. Kælið.
.
— APRÍKÓSUR — KÚLUR — NAMMI — KONFEKT —
.