Auglýsing
Súkkulaðisalamí súkkulaðislátur Amaretti amaretto möndlur barnaafmæli Nigella lawson köld kexkaka súkkulaði pistasíur kex mjólkurkex hulda steinsdóttir brimnes Vinkvennakaffi súkkulaðikex
Súkkulaðisalamí

Súkkulaðisalamí

Á mínum uppvaxtarárum var gjarnan útbúið svipað kaffimeðlæti fyrir barnaafmæli. Að vísu var því ekki rúllað upp eins og pylsu heldur sett í bökunarpappírsklætt jólakökuform, kælt og skorið síðan í sneiðar. Við kölluðum þetta stundum súkkulaðislátur… Í nýrri bók Nigellu er þessi réttur, hún lærði að útbúa hann á sínum sokkabandsárum á Ítalíu.

.

Auglýsing

VINKVENNAKAFFITERTURNIGELLAÍTALÍA

.

Súkkulaðisalamí

250 g gott dökkt súkkulaði
100 g mjúkt smjör
1 dl sykur
3 egg
3-4 msk Amarettó
2 msk kakó
250 g Amaretti kex (eða gróft mjólkurkex)
1 dl möndlur
1 dl heslíhnetur, grófsaxaðar
1/2 dl pistasíur, grófsaxaðar
1/2 tsk salt
1-2 msk flórsykur

Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði. Þeytið saman smjör og sykur, bætið saman við eggjunum – einu og einu í einu. Bætið við amarettólíkjörnum og bráðnu súkkulaði. Sigtið kakóið saman við og hrærið áfram. Myljið gróft kexið og blandið því saman við með sleif ásamt heslíhnetum, pistasíum og salti. Geymið í ísskáp í um 30 mín, hrærið með sleifinni annað slagið. Mótið í tvær pylsur, stráið flórsykrinum á og rúllið upp í bökunarpappír. Kælið.

og til gamans er hér uppskrift mömmu frá hennar sokkabandsárum:

Köld kexkaka

250 g palmín
250 g flórsykur
125 g kakó
1 msk appelsínusafi
3 egg
225 g ferhyrndar kexkökur

Bræðið palmin við lágan í potti, bætið út í flóryskri, kakói, appelsínu og eggjum. Brjótið kexkökurnar og setjið síðastar saman við. Blandið vel saman. Klæðið jólakökuform að innan með bökunarpappír, setjið soppuna saman við og kælið. Skerið í sneiðar

Súkkulaðisalamí vinkvennakaffi alberts stína ben friðdóra sólrún sólveig vilborg guðný steinunn Gunna Stína Helga þórhildur árdís hulda Björk Steinunn kata kolbeins matta
Súkkulaðisalamí og Vinkvennakaffið til umfjöllunar í Vikunni
Nigellissima
NIGELLA

— VINKVENNAKAFFITERTURNIGELLAÍTALÍA

— SÚKKULAÐISALAMÍ —

3 athugasemdir

  1. Hvenær er brædda súkkulaðið sett út í? Er það á undan eggjunum?

Comments are closed.