Orkudrykkur í morgunsárið

 
heilsudrykkur hollusta hollustudrykkur Orkudrykkur í morgunsárið. búst grænn drykkur græna þruman Flesta morgna byrjum við á nýkreistum grænmetissafa eða þá góðu grænu bústi. Það sem er á myndinni er það sem fór í pressuna í morgun(spínat, sítróna, sellerý, aloa vera, gulrætur, tómatar, engifer og grænt epli). Drykkirnir eru aldrei eins, það fer eftir því hvað er til í ísskápnum. Hluti af heilsuvanda vesturlanda er að fæðið okkar er ekki nógu basískt. Munum að við erum að mestu ábyrg fyrir okkar eigin heilsu. Allt er það vænt sem vel er grænt.
Orkudrykkur í morgunsárið: spínat, sítróna, tómatur, aloa vera, engifer, gulrætur, sellerí og epli

Orkudrykkur í morgunsárið

Suma morgna byrjum við á nýkreistum grænmetissafa eða þá góðu grænu bústi. Það sem er á myndinni er það sem fór í pressuna í morgun(spínat, sítróna, sellerý, aloa vera, gulrætur, tómatar, engifer og grænt epli). Drykkirnir eru aldrei eins, það fer eftir því hvað er til í ísskápnum. Hluti af heilsuvanda vesturlanda er að fæðið okkar er ekki nógu basískt. Munum að við erum að mestu ábyrg fyrir okkar eigin heilsu. Allt er það vænt sem vel er grænt.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sæld mannsins er komin undir….

Til þess að vér getum haft not af matnum þurfum vér að geta melt hann. Gamall málsháttur segir, að sæld mannsins sé komin undir góðri meltingu, og er það að miklu leyti satt. Maga- og meltingarsjúkdómar hafa slæm áhrif á geð og glaðværð.
-Matreiðslubók. Fjóla Stefáns 1921

Sveskju- og fíkjuterta – bæði ljúf og bragðgóð

Fikju-og sveskjuterta

Sveskju- og fíkjuterta. Allra vinsælasta uppskriftin á þessu bloggi frá upphafi er Sveskju- og döðluterta (þar á eftir kemur rabarbarapæið fræga). Þetta kemur svo sem ekkert sérstaklega á óvart, tertan er bæði ljúf og bragðgóð. Fyrir ekki svo löngu hitti ég konu sem fór að tala um Sveskju- og döðlutertuna, hún sagðist ekki hafa átt döðlur og notaði fíkjur í staðinn og tertan væri jafngóð ef ekki betri með þeim í. Sætabrauðsdrengirnir matheilu borðuðu hana upp til agna eftir tónleikana í gær og lofuðu í hástert.

Borðið – veitingastaður og sælkeraverslun

Borðið - veitingastaður og sælkeraverslun Borðið - veitingastaður og sælkeraverslun

Borðið - veitingastaður og sælkeraverslun. Við Ægisíðu í vesturbænum reka vinahjónin Rakel Eva og Friðrik, Martina og Jón Helgi, bjartan hverfisveitingastað og sælkeraverslun. Á virkum dögum er boðið upp á hádegis- og kvöldmat, en um helgar bröns og kvöldmat. Að auki er alltaf hægt að nálgast rjúkandi kaffibolla og nýbakað bakkelsi á Borðinu og brakandi súrdeigsbrauð.  Borðið er skemmtileg blanda af veitingahúsi, kaffihúsi og sælkeraverslun.