Linsubaunasúpa
Þó gamla góða baunasúpan standi alltaf fyrir sínu með saltkjötinu á sprengidaginn má alveg gefa henni frí, amk verður það þannig hér á morgun. Þess í stað verður baunasúpa úr linsubaunum.
.
— LINSUBAUNIR — SÚPUR — VEGAN —
.
Linsubaunasúpa
1/4 b ólífuolía
1 laukur, saxaður
2 gulrætur, saxaðar
4 hvítlauksrif, söxuð
2 tsk kúmín
1 tsk karrý
1/2 tsk timían
1/2 ds niðursoðnir saxaðir tómatar
1 b brúnar linsur
5-6 b vatn
grænmetiskraftur
salt pipar
1/2 ds kjúklingabaunir
1 b grænkál, saxað
safi úr 1/2 – 1 sítrónu
Hitið olíuna í potti, steikið laukinn og bætið við hvítlauk og gulrótum. Látið malla í nokkrar mín. Bætið við kryddum og tómötum. Að því búnu eru linsubaunir og vatn sett saman við og látið sjáoða í 30 mín. Hellið safanum af kjúklingabaununum og setjið saman við. Takið helminginn af súpunni og maukið vel. Blandið aftur saman við restina, bætið við sítrónusafa og meira af kryddi ef þarf.
.
— LINSUBAUNIR — SÚPUR — VEGAN —
— LINSUBAUNASÚPA —
.