Linsubaunasúpa

Linsubaunasúpa baunir vegan baunasúpa sprengidagur -- LINSUBAUNIR -- SÚPUR -- VEGAN --
Linsubaunasúpa

Linsubaunasúpa

Þó gamla góða baunasúpan standi alltaf fyrir sínu með saltkjötinu á sprengidaginn má alveg gefa henni frí, amk verður það þannig hér á morgun. Þess í stað verður baunasúpa úr linsubaunum.

.

LINSUBAUNIRSÚPURVEGAN

.

Linsubaunasúpa

1/4 b ólífuolía

1 laukur, saxaður

2 gulrætur, saxaðar

4 hvítlauksrif, söxuð

2 tsk kúmín

1 tsk karrý

1/2 tsk timían

1/2 ds niðursoðnir saxaðir tómatar

1 b brúnar linsur

5-6 b vatn

grænmetiskraftur

salt pipar

1/2 ds kjúklingabaunir

1 b grænkál, saxað

safi úr 1/2 – 1 sítrónu

Hitið olíuna í potti, steikið laukinn og bætið við hvítlauk og gulrótum. Látið malla í nokkrar mín. Bætið við kryddum og tómötum. Að því búnu eru linsubaunir og vatn sett saman við og látið sjáoða í 30 mín. Hellið safanum af kjúklingabaununum og setjið saman við. Takið helminginn af súpunni og maukið vel. Blandið aftur saman við restina, bætið við sítrónusafa og meira af kryddi ef þarf.

.

LINSUBAUNIRSÚPURVEGAN

LINSUBAUNASÚPA

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Skálað; Lyfta – drekka – lyfta

Skálað; Lyfta - drekka - lyfta.
Gaman er að lyfta glösum til að heiðra einhvern á mannamótum, eða til að skála fyrir kvöldinu, lífinu o.s.frv. Um leið og við lyftum glasi er skemmtileg venja að ná stuttu augnsambandi við þá sem við skálum við, þ.e. ef hópurinn fer ekki yfir 6-8 manns (til að ná augnsambandi má glasið því ekki fara hærra en svo að andlitið sjáist), annars lítur maður bara yfir hópinn. Þá dreypum við á, lyftum síðan glasinu aftur og lítum um leið aftur á þá sem við skálum við. Æfingin skapar meistarann.

SaveSave

Gullnar reglur fyrir þau sem ferðast ein

Sjö gullnar reglur fyrir þá sem ferðast einir. Það getur vafist fyrir fólki að ferðast án ferðafélaga. Það er í raun heilmikil áskorun í því. Hættið að hugsa um þetta og drífið ykkur af stað. 

Baileysjógúrt Vigdísar

 

Baileysjógúrt Vigdísar. Gestabloggarinn Vigdís Másdóttir útbjó bakaðan kjúkling með spínati, pestói og fetaosti og var með Baileysjógúrt í eftirrétt - einfaldan og bóðan.

„Þessi eftirréttur varð til á köldu kvöldi þegar mig langaði í eitthvað sætt og enginn nennti út í búð að sækja eitthvað gott. Mjög einfalt og er tilbúið strax. Það er líka hægt að gera þetta með góðum fyrirvara og setja í kæli, verður alls ekki verra við það."