Milljónabomba – bara ekki nokkur leið að hætta

Milljónabomba - bara ekki nokkur leið að hætta AMARETTÓ ananas Milljónabomba, kókosmjöl, lady fingers, amarettó, koktelber, súkkulaði, mascarpone
Milljónabomba – bara ekki nokkur leið að hætta

Milljónabomba

Ó þetta er svo góður réttur, einn af þeim sem erfitt er að hætta að borða – þið vitið þegar maður nartar smávegis og svo aðeins meira…. Botninn í þessum undurgóða eftirrétti, sem er alveg milljón, er sá sami og í tiramisu. Munið bara að hafa kaffið sterkt, já og svo er ágætt að hafa mascarpone við stofuhita. Þannig er auðveldara að þeyta hann. Hugsið ykkur ekki tvisvar um, byrjið núna.

LADY FINGERSAMARETTÓANANASEFTIRRÉTTIR

.

Milljónabomba

2 dl sterkt kaffi
1/2 dl Amarettó (eða sérrý)
Lady fingers
1 ds Mascarpone
safi úr 1/2 sítrónu
3 dl rjómi
2/3 b kókosmjöl
1/4 ds ananas í litlum bitum (sigtið safann frá)
1-2 dl brytjað mangó (ferskt eða frosið)
1 b rauð og græn koktelber, söxuð gróft
1/2 b saxaðar pekanhnetur
dökkt gott súkkulaði til skrauts

Blandið saman kaffi og líkjör. Dýfið Lady fingers augnablik í og raðið þeim í form svo þær hylji botninn. Þeytið saman mascarpone og sítrónusafa. Þeytið rjómann, blandið mascarpone saman við svo kókosmjöli, ananas, mangó, koktelberjum og pekanhnetum. Blandið vel saman og setjið í formið, yfir lady fingers. Rífið súkkulaði yfir (og sítrónubörk ef vill).

Fleiri hugmyndir

.

Milljónabomba
Milljónabomba

.

— MILLJÓNABOMBA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Pipplingar – 2. sætið í smákökusamkeppni

IMG_3723

Pipplingar - 2. sætið í smákökusamkeppni Kornax 2015. Í umsögn dómara heyrðist meðal annars þetta:
"Piparmyntubragðið mátulegt, snilld að hafa sítrónu með í uppskriftinni. Það skilaði sér mjög vel" "Piparmyntusúkkulaði og jarðarber eiga auvitað alltaf vel saman. Frágangur snyrtilegur"
"Passlegt myntubragð, bragðgóður botn og skemmtilegt mótvægi í ávöxtunum"
"virkilega góð samsetning og góð kaka"

Veisluboð hjá Jónu Kristínu

Veisluboð hjá Jónu Kristínu. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir prestur á Fáskrúðsfirði er mikil sómakona og vandvirk í öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur, hvort sem það er vinnutengt eða annað. Um daginn nefndi ég við hana hvort hún ætti ekki góðan fiskrétt fyrir bloggið, hún var nú til í það. Þegar ég kom á staðinn var búið að leggja fínt á borð og Jóna Kristín búin að útbúa forrétt, aðalrétt og eftirrétt. Sérlegur aðstoðarmaður var dóttursonurinn Stormur Logi.