Sablés Breton – bretónskar smákökur

Sablés Bretons Sablés Breton – TEMPLARINN bretónskar smákökur, Templarinn, Jón Björgvin, Fáskrúðsfjörður, Franskir dagar, Blað franskra daga Frakkland franskt frakkar bretange bretónar FRANSKUR MATUR
Jón Björgvin fyrir framan Templarann á Fáskrúðsfirði með Sablés Breton, bretónskar smákökur

Sablés Breton – bretónskar smákökur

Jón Björgvin fékk það vandasama verkefni að halda á kökunum í glampandi sól. Uppskriftin birtist í blaði Franskra daga fyrir nokkrum árum.

JÓN BJÖRGVINSMÁKÖKURFRANSKIR DAGARFÁSKRÚÐSFJÖRÐURFRAKKLANDTEMPLARINN

🇫🇷

Sablés Bretons

Sablés Breton – bretónskar smákökur

300 g lint smjör

300 g sykur

2 eggjarauður

400 g hveiti

1 tsk lyftiduft

Hrærið smjör og sykur vel saman. Bætið eggjarauðunum við og svo hveiti og lyftidufti. Eltið deigið með höndunum, mótið stóra pylsu í plastpoka og kælið.  Skerið í 32 bita sog mótið í kúlur. Setjið þær á bökunarpappír og ýtið niður með gaffli. Pensli með eggjarauðu eða hvítu. Bakið við 15-20 mín. efst í ofni við 140°C. Leyfið kökunum að bíða á plötunni í nokkrar mínútur áður en þær eru settar á rist.

🇫🇷

JÓN BJÖRGVINSMÁKÖKURFRANSKIR DAGARFÁSKRÚÐSFJÖRÐURFRAKKLANDTEMPLARINN

SABLES BRETON

🇫🇷

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ávextir á þremur hæðum

Ávextir á þremur hæðum. Það er upplagt að nota þriggja hæða smákökudiskana, sem víða eru til og flestir nota á jólunum, undir ávexti og grænmeti. Fátt er eins fallegt og girnilegt og litfagrir ávextir.

Höldum um stilkinn á léttvínsglösum

Við höldum um stilkinn á léttvínsglösum. Það er talað um belg, stilk og fót á glösum á fæti. Þegar haldið er á rauðvíns- eða hvítvínsglasi er haldið um stilkinn. Ástæðan er sú að með því að halda um belginn kámum við glasið með húðfitu og hitum vínið.  Meira um hvernig haldið er á léttvínsglösum HÉR Fólk sem endar ræður sínar á því að skála, biður gesti að lyfta glösum, síðan dreypa allir á og lyfta aftur (samt ekki of hátt). Þetta á líka við um þann sem stendur fyrir skáluninni - hann dreypir líka á. Meira um skálun HÉR

Apríkósukryddmauk

aprikosukryddmauk

Apríkósukryddmauk á vel við með mörgum réttum, t.d. bauna-, grænmetis- og kjötréttum.  Svo má líka nota það ofan á (ristað)brauð og með ostum. Þegar ég smakkaði apríkósumauk í fyrsta sinn upplifði ég það eins og ígildi góðrar sósu.