Milljónabomba – bara ekki nokkur leið að hætta

Milljónabomba - bara ekki nokkur leið að hætta AMARETTÓ ananas Milljónabomba, kókosmjöl, lady fingers, amarettó, koktelber, súkkulaði, mascarpone
Milljónabomba – bara ekki nokkur leið að hætta

Milljónabomba

Ó þetta er svo góður réttur, einn af þeim sem erfitt er að hætta að borða – þið vitið þegar maður nartar smávegis og svo aðeins meira…. Botninn í þessum undurgóða eftirrétti, sem er alveg milljón, er sá sami og í tiramisu. Munið bara að hafa kaffið sterkt, já og svo er ágætt að hafa mascarpone við stofuhita. Þannig er auðveldara að þeyta hann. Hugsið ykkur ekki tvisvar um, byrjið núna.

LADY FINGERSAMARETTÓANANASEFTIRRÉTTIR

.

Milljónabomba

2 dl sterkt kaffi
1/2 dl Amarettó (eða sérrý)
Lady fingers
1 ds Mascarpone
safi úr 1/2 sítrónu
3 dl rjómi
2/3 b kókosmjöl
1/4 ds ananas í litlum bitum (sigtið safann frá)
1-2 dl brytjað mangó (ferskt eða frosið)
1 b rauð og græn koktelber, söxuð gróft
1/2 b saxaðar pekanhnetur
dökkt gott súkkulaði til skrauts

Blandið saman kaffi og líkjör. Dýfið Lady fingers augnablik í og raðið þeim í form svo þær hylji botninn. Þeytið saman mascarpone og sítrónusafa. Þeytið rjómann, blandið mascarpone saman við svo kókosmjöli, ananas, mangó, koktelberjum og pekanhnetum. Blandið vel saman og setjið í formið, yfir lady fingers. Rífið súkkulaði yfir (og sítrónubörk ef vill).

Fleiri hugmyndir

.

Milljónabomba
Milljónabomba

.

— MILLJÓNABOMBA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Graskerssúpa – sæt og rjómakennd

Graskerssúpa. Haustið er tími útskorinna graskerja amk fyrir þá sem hafa búið í Bandaríkjunum. Sæt og rjómakennd súpa sem er mjög falleg á litinn. Í staðinn fyrir grasker má nota sæta kartöflu

Haugarfi – arfapestó

Arfapestó Haugarfi Arfapestó - IMG_3869 (1)

Arfapestó! Það er ekki að ástæðulausu sem fólk segir að eitthvað vaxi eins og arfi, hann vex mjög vel. Ég hvet fólk til að rækta arfa, bæði sumar og vetur. Í allan vetur hef ég verið með arfa í potti í eldhússglugganum og núna rækta er hann líka á svölunum. Þið sem eruð með stóran pall ættuð að fá ykkur stóran blómapott og hefja þar arfaræktun - passið að klippa blómin af svo fræin fjúki ekki í beðin....

Beituskúrinn í Neskaupstað – besta fiskipanna á landinu

Beituskúrinn í Neskaupstað - besta fiskipanna á landinu. Hákon Hildibrand í Neskaupstað er hvergi banginn - hann lætur verkin tala. Fyrir nokkrum árum breytti Hákon og fjölskylda gamla kaupfélagshúsinu í bænum í Hótel Hildibrand. Síðasta sumar opnuðu þau veitingastað í nýuppgerðum beitningaskúr, í flæðarmálinu í miðjum bænum. Það er ánægjulegt að sjá hvernig gamall andi skúrsins er allt um kring og fjölmörg áhöld og annað sem var í skúrnum er notað sem skraut.

Servíettur – hvernig skal nota þær og hvað er óæskilegt

Servíettur - hvernig skal nota þær og hvað er óæskilegt Servíettur eru einnig nefndar munnþurrkur og pentudúkur heyrðist í gamla daga. Þegar við erum sest til borðs, og áður en þjónarnir koma með diskana, tökum við servíettuna úr brotunum og leggjum hana tvöfalda í kjöltuna (ef servíettan er lítil leggjum við hana óbrotna í kjöltuna). Það er óþarfi að hrista hana úr brotunum með látum.