Raspterta með sítrónusmjörkremi

Raspterta með sítrónusmjörkremi lemon curd sítrónusmjör kaka terta rasp raspur páskar páskaterta veisla
Raspterta með sítrónusmjörkremi

Raspterta með sítrónusmjörkremi

Í mínu ungdæmi var ein besta terta sem ég fékk, raspterta með banönum og rjóma á milli og súkkulaðiglassúr ofan á. Á dögunum fékk ég áskorun um að færa þessa tertu aðeins til nútímans t.d. með því taka út rjómann. Eftir nokkrar tilraunir varð þessi litfagra terta til sem sómir sér vel á hvaða páskaborði eða á veisluborði sem er.

Raspterta með sítrónusmjörkremi

4 eggjarauður

3/4 b sykur

1 b gyllt rasp (Paxo)

1/2 b kókosmjöl

2 msk brætt smjör

2 stk lyftiduft

1 tsk vanilludropar

1/2 salt

3 msk kalt vatn

4 eggjahvítur

2 msk sulta

Krem:

1 ds mascarpone

1 dl sítrónusmjör (Lemon curd)

Ofan á:

börkur af einu lime

1 msk gróft saxaðar möndlur

2 msk síróp

smá salt

Botnar: Þeytið vel saman eggjarauður og sykur blandið vatni saman við.  Setjið rasp, kókosmjöl, lyftiduft, vanilludropa, salt og smjör saman við og hrærið áfram um stund. Stýfþeytið eggjahvítur og blandið þeim varlega saman við.

Setjið í tvö 20 cm smurð form. Bakið í ca 15-20 mín við 200 gr (eða þangað til botnarnir eru gylltir af ofan). Látið botnana kólna.

Krem: Þeytið vel mascarpone svo hann verði kekkjalaus, bætið saman við sítrónusmjöri og þeytið áfram.

Setjið annan botninn á tertudisk. Dreifið sultunni yfir og loks kreminu. Látið hinn botninn ofan á.

Setjið síróp og salt í pott og hitið, látið börk og möndlur saman við og veltið í sírópinu í nokkrar mínútur. Dreifið loks yfir tertuna.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Frosin bleik ostaterta – toppterta

Frosin bleik jarðarberjaterta Frosin bleik ostaterta. Á sunnudaginn voru hér nokkrar prúðbúnar dömur í árlegu kaffiboði. Slíkar kaffikvennasamkundur eru kjörinn vettvangur til að prófa nýjar tertur. Sem betur fer lukkast þær flestar vel en auðvitað kemur fyrir að ein og ein er "ekkert spes" eins og kona nokkur í boðinu hafi á orðu um tilraunakaffimeðlæti sem þær smökkuðu. Íslensk jarðarber flæða nú úr gróðurhúsum landsmanna. Þessi terta kemst alveg á topp þrjú yfir bestu hráfæðisterurnar.

Rækjufrauð

Rækjufrauð

Rækjufrauð

Fermingarveislur eru jafn fjölbreyttar og þær eru margar. Sumir eru uppteknir af því að hafa sem flestar tegundir og telja með því að veislan verði glæsilegri. Öllu ánægjulegra er að smakka fáar tegundir og góðar. Oft gengur fólki illa að áætla magn fyrir hvern gest, hver kannast t.d. ekki við að hafa séð á Facebókinni að afgangarnir hafi verið svo miklir að auðvelt væri að slá upp annarri veislu.