Raspterta með sítrónusmjörkremi

Raspterta með sítrónusmjörkremi lemon curd sítrónusmjör kaka terta rasp raspur páskar páskaterta veisla
Raspterta með sítrónusmjörkremi

Raspterta með sítrónusmjörkremi

Í mínu ungdæmi var ein besta terta sem ég fékk, raspterta með banönum og rjóma á milli og súkkulaðiglassúr ofan á. Á dögunum fékk ég áskorun um að færa þessa tertu aðeins til nútímans t.d. með því taka út rjómann. Eftir nokkrar tilraunir varð þessi litfagra terta til sem sómir sér vel á hvaða páskaborði eða á veisluborði sem er.

Raspterta með sítrónusmjörkremi

4 eggjarauður

3/4 b sykur

1 b gyllt rasp (Paxo)

1/2 b kókosmjöl

2 msk brætt smjör

2 stk lyftiduft

1 tsk vanilludropar

1/2 salt

3 msk kalt vatn

4 eggjahvítur

2 msk sulta

Krem:

1 ds mascarpone

1 dl sítrónusmjör (Lemon curd)

Ofan á:

börkur af einu lime

1 msk gróft saxaðar möndlur

2 msk síróp

smá salt

Botnar: Þeytið vel saman eggjarauður og sykur blandið vatni saman við.  Setjið rasp, kókosmjöl, lyftiduft, vanilludropa, salt og smjör saman við og hrærið áfram um stund. Stýfþeytið eggjahvítur og blandið þeim varlega saman við.

Setjið í tvö 20 cm smurð form. Bakið í ca 15-20 mín við 200 gr (eða þangað til botnarnir eru gylltir af ofan). Látið botnana kólna.

Krem: Þeytið vel mascarpone svo hann verði kekkjalaus, bætið saman við sítrónusmjöri og þeytið áfram.

Setjið annan botninn á tertudisk. Dreifið sultunni yfir og loks kreminu. Látið hinn botninn ofan á.

Setjið síróp og salt í pott og hitið, látið börk og möndlur saman við og veltið í sírópinu í nokkrar mínútur. Dreifið loks yfir tertuna.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Steiktur kjúklingur eftir þeldökkri konu í New Orleans

Kjúklingur

STEIKTUR KJÚKLINGUR eftir þeldökkri konu í New Orleans. Útvarpskonan ágæta, Sigurlaug M. Jónasdóttir las þessa uppskrift upp í matarþætti sínum fyrir mörgum árum. Lesturinn var svo áhrifaríkur...

Ljós – 3.sæti í Smákökusamkeppni Kornax 2017

Ljós - 3.sæti í Smákökusamkeppni Kornax 2017. Í þriðja sæti voru kökurnar Ljós sem Sylwia Olszewska bakaði. Saltkaramellufyllingin og hneturnar gerði þær alveg fullkomnar með kaffinu. Áferðafallegar og góðar smákökur sem mæla má með

Fylltar pönnukökur með ávaxtamascarpone

Albert, Signý og Steinunn

Fylltar pönnukökur með ávaxtamascarpone. Það eru notalegar og hlýjar minningar sem flestir eiga tengdar pönnukökum. Hver man ekki eftir pönnukökustöflunum í hinum og þessum veislum. Þegar ég baka pönnukökur er ég með tvær pönnur(stundum þrjár), en mikið dáist ég að húsmæðrum á öldum áður sem aðeins höfðu eina pönnu og voru með stór heimili.

Bergþór Bjarnason Francheteau með matarboð í Frakklandi

Vestmannaeyjingurinn Bergþór Bjarnason Francheteau hefur búið í Frakklandi í fjölmörg ár, hann tók ljúflega í að verða gestabloggari „Í upphafi ætlaði ég að hafa suðræna stemningu á borðum enn svo blandaðist þetta allt saman og á endanum var ögn af Íslandi á boðstólum í bland við suðrænt og fleira. Við Olivier, maðurinn minn, vorum nýlega heima að halda upp á áttræðisafmæli pabba og því dáltítið af íslenskum vörum í ísskápnum.