Tómatbaka með Dijon

Tómatbaka, Dijon, baka, smjördeig, tómatar Tómatbaka með Dijon bökudeig rifinn ostur í ofni
Tómatbaka með Dijon

Tómatbaka með Dijon

Tómatar eru himneskir á bragðið og ættu að vera sem oftast á borðum. Svo er þægilegt að eiga frosið smjördeig í frysti til að grípa til, hvort heldur er til að útbúa svona böku eða annað. Ef ykkur finnst Dijon sinnep of sterkt þá má að sjálfsögðu nota minna af því, blanda því sama við annað sinnep já eða bara nota annað sinnep.

BÖKURDIJONTÓMATARFRAKKLAND

.

Tómatbaka með Dijon

5-6 plötur smjördeig

2 msk Dijon sinnep

1 Brie ostur (eða ykkar uppáhaldsostur)

5-6 stórir þroskaðir tómatar

1 msk timian

1 tsk extragon

2-3 msk rifinn Parmasan ostur

2 msk ólífuolía

Setjið smjördeigið í eldfast form og þjappið (lokið öllum samskeytum). Dreifið sinnepi yfir, skerið Brie ost í þunnar sneiðar og leggið ofan á sinnepið. Skerið tómata í sneiðar, raðið þeim ofan á, kryddið, setjið oíu yfir og stráið loks rifnum Parmasan osti yfir. Bakið við um 190° í um 40 mín.

Til að forðast allan misskilning þá er myndin tekin áður en bakan fór í ofninn…. 🙂

BÖKURDIJONTÓMATARFRAKKLAND

— TÓMATBAKA MEÐ DIJON —

🇫🇷

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ferskir ætiþistlar

Ferskir ætiþistlar. Ofan á pitsur eru ætiþistlar hreinasta lostæti, það er kannski ekki löng hefð fyrir ferskum ætiþistlum hér á landi. Það er ekki svo flókið að "verka þá". Í hinni ágætu og magnefndu búð Matarbúri Kaju á Óðinsgötu fást ferskir ætiþistlar.

Matarborgin Róm á Ítalíu toppar allt og ríflega það

Matarborgin Róm. Vel má mæla með Róm fyrir mataráhugafólk og auk þess drýpur menningin þar af hverju strái og aldagamlar byggingar sjást víða. Segja má að veitingastaðir og kaffihús séu á hverju götuhorni í Rómarborg og rúmlega það. Við Bergþór dvöldum í Róm um áramótin og fórum um borgina að mestu fótgangandi, að meðaltali gengum við um tíu kílómetra á dag. Auðvelt er að fara gangandi á milli helstu ferðamannastaða.