Glútenlaust brauð frá Sollu

Glútenlaust brauð solla solla eiríks glútenofnæmi glútenóþol glúten gluten hveitilaust brauð GLÚTEINLAUST glútein
Glútenlaust brauð frá Sollu

Glútenlaust brauð frá Sollu

Það er alltaf svolítil áskorun að fá fólk með glútenofnæmi eða óþol í kaffi. Þá er nú gott að eiga góða að og eftir smá krókaleiðum fékk ég uppskrift frá Sollu af glútenlausu brauði sem vakti mikla lukku.

Meira glútenlaust

.

Glútenlaust brauð frá Sollu

2 b glútenlausir hafrar

1 b graskersfræ

1 b sólblómafræ

1 b hörfræ

1 b möndlur, saxaðar gróft

1 b kókosmjöl

3/4 b Husk

1/4 b chiafræ

1-2 tsk salt

3 b vatn

1/4 b kókosolía

2 msk hunang

Setjið þurrefnin í skál og blandið saman. Bætið við vatni, kókosolíu og hunangi og hrærið saman. Sátið standa í um 20 mín við stofuhita. Bakið í ílöngu formi við 175° í um 30 mín eða rúmlega það.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Skálað eftir skemmtilegan vetur með Betu næringarfræðingi

Frá því í haust hef ég hitt Elísabetu Reynisdóttur næringarfræðing reglulega. Hún hefur skoðað mataræði mitt og saman gerðum við ýmsar matartengdar tilraunir með góðum árangri. Matardagbókin var byrjunin, síðan birtist hér samantekt. Það leið ekki á löngu þangað til við vorum fengin til að halda fyrirlestra og segja frá. Eftir marga fyrirlestra um allt land þá var sá síðasti í vetur í Reykjavík í kvöld. Njótum sumarsins, grillum, borðum meira grænmeti og njótum lífsins. Takk fyrir okkur og við sjáumst hress í fyrirlestrum næsta vetur.

Bernaise sósa frá grunni – brjálæðislega góð

Bernaise sósa frá grunni. Það má nú alveg tala um endurkomu Bernaise sósunnar, hún er kannski ekki sú hollasta  sem til er - en mikið er alvöru Bernaise sósa gerð frá grunni góð. Sósan er upphaflega frönsk og minnir um margt á Hollandaise sósu. Bernaise passar sérstaklega vel með nautasteik og  lambalæri - já ég held bara flestu kjöti. Í matarboði Gunnars og Helenu var Berneaise sósa sem Gunnar lagaði frá grunni.

SaveSave

SaveSave

Fyrri færsla
Næsta færsla