Vinsælast í sumar

Vinsælast í sumar 1. Rabarbarapæ 2. Guðdómleg heilsuterta 3. Bounty terta 4. Dúnmjúk frá Diddú 5. Súrdeig frá grunni
Vinsælast í sumar

Eins og áður er mikil umferð um matarbloggið, fimm vinsælustu uppskriftirnar í sumar eru þessar:

1. Rabarbarapæ

2. Guðdómleg heilsuterta

3. Bounty terta

4. Dúnmjúk frá Diddú

5. Súrdeig frá grunni

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bessastaðaterta frá forsetatíð Kristjáns og Halldóru Eldjárn

Bessastaðaterta frá forsetatíð Kristjáns og Halldóru Eldjárn. Vilborg systir mín var aðstoðarráðskona á forsetasetrinu síðasta ár Kristjáns Eldjárns í embætti og vann þar fyrstu mánuði Vigdísar. Ég fór einu sinni í heimsókn þegar hún var að vinna á Bessastöðum og mér fannst þetta eins og höll - þarna var ég ekki orðinn táningur. Held það sé í lagi að segja frá því núna að ég svalaði forvitni minni vel með því að skoða allt húsið hátt og lágt og naut þess í botn. Man eftir að hafa farið í vínkjallarann undir eldhúsinu, niður þröngan stiga, þar sem  einu sinni var fangelsi. Í kjallaranum voru rimlar fyrir litlu gluggunum og metersþykkir veggir (eins og allstaðar í húsinu) og svo mátti enn sjá hlekki í útveggnum. Í eldhúsinu man ég að voru stórar tréskúffur með mat í, ein var full af rúsínum....

Gulrótaterta – raw

Gultótaterta. Það er kjörið að prófa nýtt kaffimeðlæti þegar gesti ber að garði. Á sunnudaginn komu hingað nokkrar skvísur í kaffi. Skellti í gulrótatertu sem lukkaðist mjög vel og var borðuð upp til agna....