Saltkjöt og baunir, túkall

Saltkjöt og baunir, túkall tvær krónur sprengidagur tveggja krónu peningur baldur georgs konni Leitarorð:Sprengidagur Saltkjöt og baunir Baunakássa Saltað lambakjöt Hefðir á sprengidegi Uppskrift að saltkjöti og baunum Baunir í bleyti Matarmenning á Íslandi Íslenskar matarhefðir Fastan í kristni Þorramatur vs. sprengidagsmatur Grænmetisútgáfa af saltkjöti og baunum Leitarsetningar: Hvað er sprengidagur? Af hverju borðum við saltkjöt og baunir á sprengidaginn? Saga sprengidagsins á Íslandi Hvernig býr maður til baunakássu? Hvað á að borða á sprengidaginn? Hversu lengi þarf að leggja baunir í bleyti? Er hægt að gera grænmetisútgáfu af saltkjöti og baunum? Hvernig er sprengidagur haldinn í öðrum löndum? Hvaðan kemur frasinn „Saltkjöt og baunir, túkall“? Baldur Georgs og söngstúfurinn „Saltkjöt og baunir“
Túkall er tveggja krónu peningur

Saltkjöt og baunir, túkall!

Túkall er tveggja krónu peningur eða –seðil rétt eins og nú er talað um fimmkall, tíkall, hundrað kall og þúsund kall. Orðið túkall er fengið að láni úr dönsku (to = tveir) og reyndar einhver hinna líka. Þar í landi þekkist að talað sé um femkarl, tikarl.

Lagstúfurinn „Saltkjöt og baunir, túkall“ er oft sunginn þegar sprengidagurinn fer að nálgast en er einnig oft sönglaður til merkis um að einhverju sé lokið, til dæmis skemmtiatriði. Það mun hafa verið skemmtikrafturinn Baldur Georgs, sem var mjög áberandi í íslensku skemmtanalífi og hafði lag á því að tileinka sér erlendar skemmtanavenjur og laga þær að íslenskum aðstæðum, sem var upphafsmaður þessa en lagstúfinn er að finna á plötu með Baldri og Konna frá 1954. Baldur kann að hafa tekið þetta eftir bandarískum rakarakvartettum sem luku oft atriðum sínum með því að söngla „Shave and a haircut, two bits, two bits“ var slanguryrði yfir 25 senta pening í Bandaríkjunum. Lagstúfurinn er þó mun eldri og algengur í mörgum gömlum enskum barnaleikjum. „Shave and a haircut, two bits“ hefur verið notað í bandarískri menningu síðan á 19. öld og varð sérstaklega vinsælt í kvikmyndum og teiknimyndum á 20. öld.

Sprengidagur

Sprengidagur, sem alltaf ber upp á þriðjudegi fyrir öskudag, er síðasti dagurinn fyrir föstuna samkvæmt kaþólskri hefð. Nafnið vísar til þess að fólk átti að borða vel og „springa“ áður en fastan hófst. Íslendingar hafa haldið í þá hefð að borða saltkjöt og baunir þennan dag, en upprunalega var þetta matur alþýðunnar sem síðar varð að föstum hluta sprengidagsins.

Hefðbundin útgáfa af réttinum er saltkjöt – oft lambakjöt en stundum svínakjöt – sem soðið er með gulrófum og kartöflum og borið fram með gulum baunum, sem hafa verið lagðar í bleyti og síðan soðnar. Sumir bæta við rótargrænmeti eða setja sinnep og edik á baunirnar. Á síðari árum hefur einnig komið fram léttari útgáfa með minna söltuðu kjöti eða jafnvel grænmetisútgáfur þar sem reykt grænmeti eða sveppir eru notaðir til að líkja eftir bragðinu.

SALTKJÖTÍSLENSKTDANMÖRKBAUNASÚPA

.

Baldur georgs og konni Lagstúfurinn „Saltkjöt og baunir, túkall“ er oft sunginn þegar sprengidagurinn fer að nálgast en er einnig oft sönglaður til merkis um að einhverju sé lokið, til dæmis skemmtiatriði. Það mun hafa verið skemmtikrafturinn Baldur Georgs sem var upphafsmaður þessa en lagstúfinn er að finna á plötu með Baldri og Konna frá 1954. Baldur kann að hafa tekið þetta eftir bandarískum rakarakvartettum sem luku oft atriðum sínum með því að söngla „Shave and a haircut, two bits“ en „two bits“ var slanguryrði yfir 25 senta pening í Bandaríkjunum. Lagstúfurinn er þó mun eldri og algengur í mörgum gömlum enskum barnaleikjum.
Baldur Georgs og Konni

Heimild: Vísindavefurinn og Wikipedia

.

SALTKJÖTÍSLENSKTDANMÖRKBAUNASÚPA

— SALTKJÖT OG BAUNIR TÚKALL —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

D – vítamínið góða

D - vítamínið góða. Fólk ætti að láta mæla D-vítamínið í líkamanum reglulega. Hæfileiki líkamans til að vinna D-vítamín úr sólinni minnkar eftir því sem við eldumst, fólk um sextugt þarf að vera fjórum sinnum lengur í sól til að fá sama skammt af D-vítamíninu miðað við ungt fólk. Allir ættu að taka D-vítamín yfir vetrarmánuðina en láta líka heimilislækni mæla.

Hnetusteik

Hnetusteik. Á mögum heilsuveitingahúsum og í betri búðum má fá dýrindis hnetusteikur en það er líka gaman að útbúa sína eigin. Þessi hnetusteik verður á okkar borði á jólunum.