Auglýsing
Saltkjöt og baunir, túkall tvær krónur sprengidagur tveggja krónu peningur baldur georgs konni
Túkall er tveggja krónu peningur

Saltkjöt og baunir, túkall!

Túkall er tveggja krónu peningur eða –seðil rétt eins og nú er talað um fimmkall, tíkall, hundrað kall og þúsund kall. Orðið túkall er fengið að láni úr dönsku (to = tveir) og reyndar einhver hinna líka. Þar í landi þekkist að talað sé um femkarl, tikarl.
Lagstúfurinn „Saltkjöt og baunir, túkall“ er oft sunginn þegar sprengidagurinn fer að nálgast en er einnig oft sönglaður til merkis um að einhverju sé lokið, til dæmis skemmtiatriði. Það mun hafa verið skemmtikrafturinn Baldur Georgs sem var upphafsmaður þessa en lagstúfinn er að finna á plötu með Baldri og Konna frá 1954. Baldur kann að hafa tekið þetta eftir bandarískum rakarakvartettum sem luku oft atriðum sínum með því að söngla „Shave and a haircut, two bits“ en „two bits“ var slanguryrði yfir 25 senta pening í Bandaríkjunum. Lagstúfurinn er þó mun eldri og algengur í mörgum gömlum enskum barnaleikjum.

SALTKJÖTÍSLENSKTDANMÖRKBAUNASÚPA

.

Baldur georgs og konni Lagstúfurinn „Saltkjöt og baunir, túkall“ er oft sunginn þegar sprengidagurinn fer að nálgast en er einnig oft sönglaður til merkis um að einhverju sé lokið, til dæmis skemmtiatriði. Það mun hafa verið skemmtikrafturinn Baldur Georgs sem var upphafsmaður þessa en lagstúfinn er að finna á plötu með Baldri og Konna frá 1954. Baldur kann að hafa tekið þetta eftir bandarískum rakarakvartettum sem luku oft atriðum sínum með því að söngla „Shave and a haircut, two bits“ en „two bits“ var slanguryrði yfir 25 senta pening í Bandaríkjunum. Lagstúfurinn er þó mun eldri og algengur í mörgum gömlum enskum barnaleikjum.
Baldur Georgs og Konni

Heimild: Vísindavefurinn og Wikipedia

.

SALTKJÖTÍSLENSKTDANMÖRKBAUNASÚPA

— SALTKJÖT OG BAUNIR TÚKALL —

.

Auglýsing