Oreo-browniesterta – þessi terta bráðnar í munni, trúið mér :)

 Oreo-browniesterta – þessi terta bráðnar í munni, trúið mér :) peter Máté föstudagskaffi Listaháskólinn Oreo kaka terta OREO KEX BROWNIES TERTA KAKA
Oreo-browniesterta – þessi terta bráðnar í munni, trúið mér

Oreo-browniesterta

Peter kom með undurgóða tertu í síðasta föstudagskaffi sem endaði með því að við vorum óvinnufær lengi á eftir…. Nei grín! Tertan var samt borðuð upp til agna á skammri stundu – þessi terta bráðnar í munni, trúið mér 🙂

.

PETER MÁTÉOREO KEXBROWNIES

.

Oreo-browniesterta

165 g smjör
200 g dökkt súkkulaði, saxað
3 egg
2 eggjarauður
1 vanillustöng (eða ein tsk vanilla)
165 g ljósbrúnn púðursykur
2 msk hveiti
1 msk. kakó
1/3 tsk salt
155 g Oreo kex.

Bræðið smjörið í potti, bætið súkkulaði út og hitið þangað til súkkulaðið er bráðið.
Setjið eggin og eggjarauðurnar í skál ásamt fræjunum úr vanillustönginni og þeytið vel.
Bætið við sykri og hrærið áfram.
Bætið við súkkulaðismjörblöndunni, hveiti, kakói, salti og 1/3 af kexinu.
Hellið deiginu í tertuform, takið afganginn af kexinu og brjótið hverja köku í fjóra hluta og dreifið ofan á deigið, ýtið kökunum aðeins ofan í deigið.
Bakið við 180° í um 25-30 mín. Ath. að tertan á að vera blaut í miðjunni.
Leyfið henni að kólna aðeins áður en hún er borin fram.

Uppskrifin er fengin af:Krydd í tilveruna með Lólý

.

— ORIOBROWNIESTERTA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.