Oreo-browniesterta
Peter kom með undurgóða tertu í síðasta föstudagskaffi sem endaði með því að við vorum óvinnufær lengi á eftir…. Nei grín! Tertan var samt borðuð upp til agna á skammri stundu – þessi terta bráðnar í munni, trúið mér 🙂
.
— PETER MÁTÉ — OREO KEX — BROWNIES —
.
Oreo-browniesterta
165 g smjör
200 g dökkt súkkulaði, saxað
3 egg
2 eggjarauður
1 vanillustöng (eða ein tsk vanilla)
165 g ljósbrúnn púðursykur
2 msk hveiti
1 msk. kakó
1/3 tsk salt
155 g Oreo kex.
Bræðið smjörið í potti, bætið súkkulaði út og hitið þangað til súkkulaðið er bráðið.
Setjið eggin og eggjarauðurnar í skál ásamt fræjunum úr vanillustönginni og þeytið vel.
Bætið við sykri og hrærið áfram.
Bætið við súkkulaðismjörblöndunni, hveiti, kakói, salti og 1/3 af kexinu.
Hellið deiginu í tertuform, takið afganginn af kexinu og brjótið hverja köku í fjóra hluta og dreifið ofan á deigið, ýtið kökunum aðeins ofan í deigið.
Bakið við 180° í um 25-30 mín. Ath. að tertan á að vera blaut í miðjunni.
Leyfið henni að kólna aðeins áður en hún er borin fram.
Uppskrifin er fengin af:Krydd í tilveruna með Lólý
.
.