Graskerssúpa – sæt og rjómakennd

 Graskerssúpa grasker
Graskerssúpa

Graskerssúpa

Haustið er tími útskorinna graskerja amk fyrir þá sem hafa búið í Bandaríkjunum. Sæt og rjómakennd súpa sem er mjög falleg á litinn. Í staðinn fyrir grasker má nota sæta kartöflu.

.

SÚPURVEGANGRASKER

.

Graskerssúpa

2 msk vatn
1 laukur, saxaður
3 hvítlauksrif, marin
1/2 tsk sinnepsfræ
1/2 tsk túrmerik
1/2 tsk engifer
1 tsk kúmín
1/2 tsk kanill
3/4 tsk salt
2 b vatn
grænmetiskraftur
1 lítið grasker eða 1/2 stórt
2 msk maple sýróp
1 msk sítrónusafi
1 1/2 – 2 b soya- eða hrísmjólk

Setjið vatn í pott og bætið við lauk og hvítlauk, látið sjóða í nokkrar mínútur. Bætið við kryddum. Hreinsið utan af graskerinu og fræhreinsið, skerið það í bita og látið í pottinn ásamt vatni, grænmetiskrafti sírópi og sítrónusafa. Látið sjóða í um 20 mín.  Bætið sojamjólk saman við og maukið.

.

SÚPURVEGANGRASKER

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kaffitár í Perlunni

Kaffitár í Perlunni. Efstu hæð Perlunnar hefur verið breytt verulega. Öðru megin er veitingastaðurinn Út í bláinn og hinu megin kaffihús Kaffitárs. Staðsetningin er hin besta og útsýnið gerist ekki betra. Við förum þarna reglulega. Núna vorum við að koma úr Perlunni, fórum þangað með tengdó og barnabörnin. Fengum okkur kaffi og með því. Þarna er rúmgott, bjart, skemmtilega lifandi erill og í alla staði notalegt. Við fengum að vita að allar kökur og allt kaffimeðlæti er bakað hjá Kaffitári, þar er meira að segja croissantið er gert frá grunni - gaman að segja frá því. Svo gleðst ég alltaf þegar gert er ráð fyrir grænmetisætum, veganistum og fólki sem illa þolir glútein.

Kartöfluvínarbrauð – gamla góða uppskriftin stendur alltaf fyrir sínu

Kartöfluvínarbrauð. Ef þið eigið afganga af kartöflum er alveg upplagt að baka úr þeim vínarbrauð. Nú ef þið eigið ekki afganga þá má bara sjóða nokkrar kartöflur og baka úr þeim vínarbrauð :)  Það er ágætt að hafa í huga að deigið getur klestst og því ágætt að hnoða upp í það meira hveiti - þarf svolítið að meta. Þó flestir séu vanir rabarbarasultu á kartöfluvínarbrauðið má vel breyta til og annað hvort blanda annarri sultu saman við eða eins og er á meðfylgjandi mynd - nota bláberjasultu.