Heslihnetukaramellukökur – 3.sæti í smákökusamkeppni

Heslihnetusmákökur Heslihnetukaramellukökur – 3.sæti í smákökusamkeppni Kornax 2015

Heslihnetukaramellukökur. Þessar góðu smákökur lentu í þriðja sæti í smákökusamkeppni Kornax. Eins og með fyrsta og annað sætið var dómnefndin sammála og talaði sem einn maður.

Í umsögn dómara heyrðist meðal annars: “Karamellan náði mér við fyrsta bita. Ömmusælan fylgdi kökunni” “Heima er best, hlýleg og minnir mig á ömmu mína”
“Skemmtileg samsetning, flott útlit og hæfilega bragðmikil karamella”
“Hlýleg smákaka sem maður fær ekki nóg af”

Heslihnetukaramellukökur

250 g hveiti

1 tsk lyftiduft

1/2 tsk salt

190 g mjúkt smjör

100 g púðursykur

3 msk sykur

3 msk hunang

1 tsk vanilla

1 egg

Karamella:

200 g sykur

50 g smjör

1 dl rjómi

1 msk vanillusykur

1/3 tsk salt

3 msk heslihnetusíróp frá Torani (fæst í flestum matvöruverslunum)

Hjúpur:

150 g dökkt súkkulaði.

Karamella:

Hitið ofnin í 180°C
Best er að byrja á karamellunni, byrjið á að setja sykur á pönnu og bræðið  hann á vægum hita, passið að hann brenni ekki við, síðan er restinni af hráefnum bætt í. Karamellan þarf að sjóða svolítið til að hún verði mjúk, hægt er að prufa sig áfram með því að setja nokkra dropa í skál og kæla hana yfir köldu vatni.

Kökur:

Blandið saman í hrærivél smjöri, púðursykri og sykri, hrærið þangað til allt er vel blandað saman, bætið svo eggi, hunangi, vanilludropum og hrærið í smá stund í viðbót. Hveiti, lyftiduft og salti er blandað saman í skál og hrært örlítið í, svo er þurrefnablöndunni hrært saman við restina hægt og rólega.

Best er að setja deigið í kæli í 30 mínútur til að leyfa því að stífna. Deigið er sett í litlar kúlur á bökunarplötu klædda smjörpappír, og ýtt niður með botninum á litlu glasi til að fá jafna þykkt á kökurnar.

Ef glasið festist við kökurnar þá er gott að dýfa glasinu í sykur.
Baksit í miðjum ofni í 8-10 mínútur eða þar til þær verða ljósbrúnar.
Þegar kökurnar eru kaldar og karamellan milli stíf/mjúk þá er henni smurt á kökuna og búin til samloka.
Bræðið suðusúkkulaði í vatnsbaði, gott er að bæta smá hunangi út í ef vill.
Kökunum er dýft í súkkulaði og heslihnetum stráð yfir.

Pipplingar lentu í öðru sæti í keppninni í ár

Kornax smákökusamkeppni Lilly Aletta Jóhannsdóttir er lengst til vinstri á myndinni, hún sendi inn smákökurnar sem lentu í 3. sæti.

Lilly Aletta Jóhannsdóttir er lengst til vinstri á myndinni, hún sendi inn smákökurnar sem lentu í 3. sæti.

Lilly Aletta Jóhannsdóttir er lengst til vinstri á myndinni, hún sendi inn smákökurnar sem lentu í 3. sæti.Dómnefndin að störfum

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kunnið þér borðsiði?

Heimilisalmanak

Kunnið þér borðsiði? „Þó þér getið talað öll mál veraldarinnar og kunnið vel flesta mannasiði, er það lítils virði, ef þér kunnið ekki borðsiði svo vel, að þér getið borðað með hverjum sem er, og hvar sem er í heiminum.“

– Helga Sigurðardóttir, Heimilis almanak, 1942.

Kókosbollusprengja

Kókosbollusprengja - DSC02357Kókosbollusprengja. Ef þið eruð í megrun eða í einhverju átaki getið þið hætt að lesa núna því þessi flokkast seint undir heilsu- eða megrunarrétti. Stundum er gaman að missa sig og gera það bara hressilega. Kolla elskulega frænka mín sem á Völu kókosbolluverksmiðjuna kemur reglulega með splunkunýjar bollur og þá eru fyrst borðaðar svona fimm í einu og síðan er ágætt að útbúa eina Kókosbollusprengju eða annað góðgæti.

Betra líf með hollari mat og ráðum frá Betu næringarfræðingi

Betra líf með hollari mat og ráð frá Betu næringarfræðingi. Það gerist margt á einu ári. Á síðustu 12 mánuðum hef ég verið svo lánsamur að hitta Betu Reynis næringarfræðing reglulega og fara yfir mataræðið og horfa á heilsu mínu meira heildrænt. Það sem ég hef lært er að hitaeiningar og vigt segja ekki alla söguna. Beta hefur kennt mér að hlusta á líkamann og hvernig ákveðnar matarvenjur og hefðir hafa áhrif á heilsuna. Hún var með allskonar vangaveltur um áhrif frá æsku á matarhegðun og hvernig er hægt að leika á vanann sem virðist vera það erfiðasta af þessu öllu. Næsta skref er að fara í allsherjar heilsufarsmælingu og blóðprufu í Heilsuvernd. Það verður skrifað hér um hvað kemur út úr því og hvað gerist í framhaldinu.

Sykurbrúnaðar kartöflur

Sykurbrúnaðar kartöflur

Sykurbrúnaðar kartöflur. Við sem erum alin upp við að sjá mæður okkar brúna kartöflur fumlaust með sunnudagssteikinni og/eða jólamatnum höldum sum að það sé mikill vandi að brúna blessuð jarðeplin.