Pipplingar – 2. sætið í smákökusamkeppni

Pipplingar – 2. sætið í smákökusamkeppni Kornax 2015 karamella

Pipplingar. Í öðru sæti í smákökusamkeppni Kornax varð þessi mjúka súkkulaðikaka með piparmyntubragði og örlitlum sítrónukeim. Í umsögn dómara heyrðist meðal annars þetta:
“Piparmyntubragðið mátulegt, snilld að hafa sítrónu með í uppskriftinni. Það skilaði sér mjög vel” “Piparmyntusúkkulaði og jarðarber eiga auvitað alltaf vel saman. Frágangur snyrtilegur”
“Passlegt myntubragð, bragðgóður botn og skemmtilegt mótvægi í ávöxtunum”
“virkilega góð samsetning og góð kaka”

Pipplingar

90 g smjör

190 g sykur

1 egg

40 g kakó

200 g hveiti

1/2 tsk salt

1/2 tsk lyftiduft

100 g dökkt súkkulaði

Karamellufylling:

25 g smjör

1/2 dl. rjómi

200 g Pipp

1/2 sítróna

súkkulaði til að hjúpa.

Karamella:

Hitið ofn í 180°C yfir og undirhita.
Byrjið á karamellufyllingunni. Smjör, rjómi og pipp er sett í pott og leyft að malla þar til að karamella myndast. Fylgist vel með og hrærið til að karamellan festist ekki við. Leyfið henni að kólna í smá stund.

Takið hálfa sítrónu og kreistið safann úr henni í karamelluna. Það er smekksatriði hversu mikill safi er settur, en ég mæli þó með að láta meira en minna. Eftir að sítrónunni hefur verið bætt við er karamellan sett í sprautupoka og í kæli.

Kökur:

Á meðan karamellan kólnar eru smákökubotnarnir gerðir. Byrjið á því að hræra smjör og sykur vel saman. Þegar að blandan er orðin mjúk og létt er egginu bætt við, svo er kakóinu blandað saman við. Passið að skafa niður af hliðunum inn á milli. Þegar búið er að blanda kakóinu við er þurrefnum bætt við, lyftiduft, hveiti og salt.

Þegar að öllu hefur verið blandað saman þá er súkkulaðið skorið í smáa bita og bætt útí.

Setjið smjörpappír á ofnplötu. Þegar kökurnar eru gerðar skal miða við að magnið í einni köku sé eins og í einni teskeið. Bakið í u.þ.b. 8 mín. Alls ekki baka of lengi, við viljum halda í mýktina, frekar baka þær aðeins minna.

Þegar kökurna eru búnar að kólna, er karmellan sótt í kæli. Karmellan er sett á botnin á smákökunum, eins og á sörum. Að lokum er hún hjúpuð með bræddu súkkulaði og skellt í kæli.

Í þriðja sæti í keppninni í ár urðu heslihnetukaramellukökur

Kornax smákökusamkeppni Höfundur Pipplinga Ástrós Guðjónsdóttir Andrea jónsdóttir lilly aletta jóhannsdóttir

Höfundur Pipplinga Ástrós Guðjónsdóttir er lengst til hægri

Pipplingar – 2. sætið í smákökusamkeppni Kornax 2015Pipplingar – 2. sætið í smákökusamkeppni Kornax 2015

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Uppskriftasamkeppni fyrir Kökubækling Nóa Síríus 2017

Uppskriftasamkeppni fyrir Kökubækling Nóa Síríus 2017. Þau eru mörg verkefnin og ólík. Á dögunum var ég beðinn að útbúa uppskriftir fyrir kökubækling Nóa Síríus sem kemur út í haust. Næstu vikur verða því ekkert sérstaklega leiðinlegar, hér verða prófaðar uppskriftir fyrir bæklinginn. Til að gera hann enn fjölbreyttari blása alberteldar.com og Nói Síríus til uppskriftasamkeppni og mun ein uppskrift birtast í kökubæklingnum(kannski tvær). Eina skilyrðið er að í uppskriftinni séu vara/vörur frá Nóa Síríus.

Að sjálfsögðu verða verðlaun fyrir bestu uppskriftina: Glæsileg karfa með vörum frá Nóa Síríus og verðlaunauppskriftin birtist í kökubæklingunum (og kannski smá aukaglaðningur). Auk þess verða veitt verðlaun fyrir annað og þriðja sætið

Endilega hvetjið bökurnarglaða Íslendinga til að vera með og sendið inn uppskriftir á netfangið albert.eiriksson@gmail.com Skilafrestur er til 31.júlí nk.

Þið megið gjarnan deila færslunni

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Sítruskaka Diddúar

Söngdrottningin Diddú bauð í sunnudagskaffi. Við hjóluðum á óðal þeirra hjóna í Mosfellsdalnum. Diddú hefur, að því er virðist, lítið fyrir matseldinni en galdrar fram veislurétti eins og ekkert sé. Þessi sítruskaka er næstum því óbærilega góð og ég hvet ykkur til að baka hana við fyrsta tækifæri - og ef það er ekkert tækifæri þá búið þið til tækifæri. Polenta er kornmjöl, unnið úr maís.

Jólaplattinn á Jómfrúnni

Jólaplattinn á Jómfrúnni. Sætabrauðsdrengirnir brugðu sér á Jómfrúna í hádeginu og snæddu saman hina ýmsu jólarétti sem voru bornir fram á stórum diskum; Jólaplatti Jómfrúarinnar. Á meðan beðið var eftir eftirréttinum sungu þér félagar fyrir gesti við miklar og góðar undirtektir - MYNDBAND HÉR