Aukagestur/gestir í boð, er það í lagi?

óboðinn getur gestir boðflenna Aukagestur/gestir í boð, er það í lagi? borðsiðir mannasiðir að haga sér vel matarboð veisla etiquette manners gunnar þorsteinn halldórsson sjólyst Fáskrúðsfjörður mávastellið máfastellið óboðnir gestir óboðinn gestur fasbók
Aukagestur/gestir í boð, er það í lagi? Myndin er tekin í Sjólyst á Fáskrúðsfirði.

Aukagestur/gestir í boð, er það í lagi? 

Það ætti nú varla að þurfa að taka það fram en við tökum ekki með okkur aukagesti í boð. Gestgjafinn ákveður hvaða gestir koma til hans, það er ekki í okkar höndum. Það gildir einu hvers konar boð er, hvort er setið til borðs, standandi boð, afmæli eða giftingarveislu. Auðvitað þarf sá sem býður að tala skýrt svo gestum sé ljóst hverjum er boðið, er t.d. börnunum boðið?

Hið sama á við ef fólk er beðið að merkja við í hópum á fasbókinni eða annarsstaðar. Við látum vita þar hvort við komum eða ekki.

Ímyndið ykkur bara ef þið væruð með matarboð, væruð búin að leggja á fyrir alla gestina og tilbúin með matinn ef kannski einhverjir hafa ákveðið á síðustu stundu að kippa með sér bestu vinum sínum….

Ekki í boði að taka með sér aukagesti.

Ef kunningsskapurinn er ekki því meiri og þá aðeins ef við teljum einsýnt að gestgjafanum sé sérstök ánægja að því. Þá hringjum við auðvitað áður og heyrum í honum hljóðið.

Setjum ekki gestgjafa í erfiða aðstöðu með því að hringja á síðustu stundu og spyrja hvort góður vinur eða vinkona megi ekki örugglega koma með.

.

BORÐSIÐAFÆRSLUR KAFFIFASBÓK

— AUKAGESTIR Í BOÐI, ER ÞAÐ Í LAGI ? —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.