Aukagestur/gestir í boð, er það í lagi?

óboðinn getur gestir boðflenna Aukagestur/gestir í boð, er það í lagi? borðsiðir mannasiðir að haga sér vel matarboð veisla etiquette manners gunnar þorsteinn halldórsson sjólyst Fáskrúðsfjörður mávastellið máfastellið óboðnir gestir óboðinn gestur fasbók
Aukagestur/gestir í boð, er það í lagi? Myndin er tekin í Sjólyst á Fáskrúðsfirði.

Aukagestur/gestir í boð, er það í lagi? 

Það ætti nú varla að þurfa að taka það fram en við tökum ekki með okkur aukagesti í boð. Gestgjafinn ákveður hvaða gestir koma til hans, það er ekki í okkar höndum. Það gildir einu hvers konar boð er, hvort er setið til borðs, standandi boð, afmæli eða giftingarveislu. Auðvitað þarf sá sem býður að tala skýrt svo gestum sé ljóst hverjum er boðið, er t.d. börnunum boðið?

Hið sama á við ef fólk er beðið að merkja við í hópum á fasbókinni eða annarsstaðar. Við látum vita þar hvort við komum eða ekki.

Ímyndið ykkur bara ef þið væruð með matarboð, væruð búin að leggja á fyrir alla gestina og tilbúin með matinn ef kannski einhverjir hafa ákveðið á síðustu stundu að kippa með sér bestu vinum sínum….

Ekki í boði að taka með sér aukagesti.

Ef kunningsskapurinn er ekki því meiri og þá aðeins ef við teljum einsýnt að gestgjafanum sé sérstök ánægja að því. Þá hringjum við auðvitað áður og heyrum í honum hljóðið.

Setjum ekki gestgjafa í erfiða aðstöðu með því að hringja á síðustu stundu og spyrja hvort góður vinur eða vinkona megi ekki örugglega koma með.

.

BORÐSIÐAFÆRSLUR KAFFIFASBÓK

— AUKAGESTIR Í BOÐI, ER ÞAÐ Í LAGI ? —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Gulrótasúpa með eplum og engifer

Gulrótasúpa

Gulrótasúpa með eplum og engifer. Skiptir ekki oft máli að maturinn sé fallegur á litinn? Þessi súpa er bæði bragðgóð og fögur á litinn. Ef til vill finnst einhverjum of mikið að hafa tvær matskeiðar af engifer, auðvitað er ekkert heilagt í þessum efnum frekar en svo mörgum öðrum. Eplið gefur sætan keim á móti hvítlauknum og engiferinu.

Kryddbrauð – sex uppskriftir og þær eru hver annarri betri

Kryddbrauð - sex uppskriftir og þær eru hver annarri betri. Já ég veit, mér þykja kryddbrauð mjög góð, alveg súper-extra-mjög-góð. Mér var bent á það í dag að það væru sex kryddbrauðsuppskriftir á blogginu. Gaman að því :) Hér koma uppskriftirnar sex, þær eru ekki neinni sérstakri röð. Í öllum bænum bakið kryddbrauð, hellið uppá kaffi og haldið smá kaffiboð :)