Aukagestur/gestir í boð, er það í lagi?

óboðinn getur gestir boðflenna Aukagestur/gestir í boð, er það í lagi? borðsiðir mannasiðir að haga sér vel matarboð veisla etiquette manners gunnar þorsteinn halldórsson sjólyst Fáskrúðsfjörður mávastellið máfastellið óboðnir gestir óboðinn gestur fasbók
Aukagestur/gestir í boð, er það í lagi? Myndin er tekin í Sjólyst á Fáskrúðsfirði.

Aukagestur/gestir í boð, er það í lagi? 

Það ætti nú varla að þurfa að taka það fram en við tökum ekki með okkur aukagesti í boð. Gestgjafinn ákveður hvaða gestir koma til hans, það er ekki í okkar höndum. Það gildir einu hvers konar boð er, hvort er setið til borðs, standandi boð, afmæli eða giftingarveislu. Auðvitað þarf sá sem býður að tala skýrt svo gestum sé ljóst hverjum er boðið, er t.d. börnunum boðið?

Hið sama á við ef fólk er beðið að merkja við í hópum á fasbókinni eða annarsstaðar. Við látum vita þar hvort við komum eða ekki.

Ímyndið ykkur bara ef þið væruð með matarboð, væruð búin að leggja á fyrir alla gestina og tilbúin með matinn ef kannski einhverjir hafa ákveðið á síðustu stundu að kippa með sér bestu vinum sínum….

Ekki í boði að taka með sér aukagesti.

Ef kunningsskapurinn er ekki því meiri og þá aðeins ef við teljum einsýnt að gestgjafanum sé sérstök ánægja að því. Þá hringjum við auðvitað áður og heyrum í honum hljóðið.

Setjum ekki gestgjafa í erfiða aðstöðu með því að hringja á síðustu stundu og spyrja hvort góður vinur eða vinkona megi ekki örugglega koma með.

.

BORÐSIÐAFÆRSLUR KAFFIFASBÓK

— AUKAGESTIR Í BOÐI, ER ÞAÐ Í LAGI ? —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Uppskriftasamkeppni fyrir Kökubækling Nóa Síríus 2017

Uppskriftasamkeppni fyrir Kökubækling Nóa Síríus 2017. Þau eru mörg verkefnin og ólík. Á dögunum var ég beðinn að útbúa uppskriftir fyrir kökubækling Nóa Síríus sem kemur út í haust. Næstu vikur verða því ekkert sérstaklega leiðinlegar, hér verða prófaðar uppskriftir fyrir bæklinginn. Til að gera hann enn fjölbreyttari blása alberteldar.com og Nói Síríus til uppskriftasamkeppni og mun ein uppskrift birtast í kökubæklingnum(kannski tvær). Eina skilyrðið er að í uppskriftinni séu vara/vörur frá Nóa Síríus.

Að sjálfsögðu verða verðlaun fyrir bestu uppskriftina: Glæsileg karfa með vörum frá Nóa Síríus og verðlaunauppskriftin birtist í kökubæklingunum (og kannski smá aukaglaðningur). Auk þess verða veitt verðlaun fyrir annað og þriðja sætið

Endilega hvetjið bökurnarglaða Íslendinga til að vera með og sendið inn uppskriftir á netfangið albert.eiriksson@gmail.com Skilafrestur er til 31.júlí nk.

Þið megið gjarnan deila færslunni

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Speltbrauð með lyftidufti

Speltbrauð með lyftidufti. Sumir hræðast gerbrauð, telja það flókinn bakstur. Við hættum samt ekki að baka þó eitthvað misheppnist einu sinni. Æfingin skapar meistarann. Það tekur ekki eins langan tíma að undirbúa lyftiduftsbrauð, en það bakast lengur en gerbrauðið. Engar afsakanir lengur, upp með svunturnar....

Rúsínubollur – mjúkar og góðar

Rúsínubollur - mjúkar og góðar. Fátt jafnast á við mjúkar gerbollur nýkomnar úr ofninum. Í morgunverðarhlaðborði hjá Halldóru systur minni voru þessar rjúkandi bollur sem brögðuðust einstaklega vel.

Kanntu þig á netinu? Nokkrir fasbókarnetsiðir

Kanntu þig á netinu? Nokkrir fasbókarnetsiðir.  Facebook er einn vinsælasti samfélagsmiðillinn hér á landi og langflestir Íslendingar eru skráðir þar. Eflaust er þetta eitt af þessum frægu heimsmetum okkar miðað við höfðatölu.

Langflestir tala um Facebook, en ætli besta íslenska orðið sé ekki fasbók. Fas er gamalt orð yfir andlit sem einnig táknar fas; prúðmennsku, asa, látalæti og framkomu. Fés og smetti eru aftur á móti niðrandi orð, sem eru einstaklega óviðeigandi um fólk.

Margir átta sig ekki á því að fasbókin ljóstrar ýmsu upp um okkur, sérstaklega fas! Sumir eru alltaf gleðigjafar, aðrir meira og minna í fýlu. Það er gaman að svala forvitni sinni á fasbókinni. Sumir eru virkir, en ýmsir fylgjast með og láta lítið yfir sér.

Netsiðir eru einskonar mannasiðir á netinu, svolítið eins og óformlegar siðareglur í daglega lífinu.