Glæsilegt kaffiboð Jónu Matthildar

Sítrónuostakaka BRAUÐRÉTTUR súkkulaðiterta marengs ostakaka ostaterta Jónu Kaffiboð, Þórkatla, Aðalheiður, Ólöf, Jóna Matthildur, Halldóra, Braghildur og Stella
Frá vinstri: Þórkatla, Aðalheiður, Ólöf, Jóna Matthildur, Halldóra (Dóra) Braghildur og Stella

Glæsilegt kaffiboð Jónu Matthildar

Hef alla tíð hrifist af fólki sem kallar ekki allt ömmu sína. Jóna Matthildur er fasbókarvinkona mín. Á dögunum nefndi ég við hana hvort hún væri til í að útbúa eitthvert góðgæti fyrir bloggið. Ég bjóst við einum brauðrétti, í mesta lagi einni tertu. Nei, nei. Þegar ég kom var hlaðið borð af tertum, brauðréttum og öðru góðgæti. Hvert öðru fallegra og bragðbetra. Ekki nóg með það, Jóna bauð frænkum sínum og vinkonum til kaffisamsætis og úr urðu skemmtilegar og lifandi umræður. Þess má geta í óspurðum fréttum að ég át yfir mig…

OSTAKÖKURKAFFIBOÐBRAUÐRÉTTIRTERTUR

.

Sítrónuostakaka Jónu
Sítrónuostakaka Jónu

Sítrónuostakaka Jónu

Botn:

½ pakki LU karamellu og kanil

½ pakki haust hafrakex

6 hraun bitar

1 msk sykur

50 gr smjör brætt

Allt sett í mixer og síðan þrýst niður í 26-8 cm smelluform bakað á 210°C í 7 mín kælið

Fylling:

400 gr rjómaostur

500 gr rjómi

1 dl sykur

2 dl mjólk

Safi úr ½ sítrónu

2 tsk vaniludropar

1 pakki sítrónuhlaup Royal +1 bolli soðið vatn og ½ bolli kalt

8 matarlímsblöð

Rjómi þeyttur og settur til hliðar
Rjómaostur, sykur þeytt saman mjólk, vaniludropar og sítrónusafi sett út í
Matarlímið lagt í kalt vatn í nokrar mínóutu
Sitrónuhlaupið sett í skál og 1 bolli soðið vatn helt yfir og hrært vel matarlímsblöð undin upp úr kalda vatninu og sett út í hrært vel með gafli þar til allt er vel tært og engir þræðir þá er settur ½ bolli kalt vatn og hrært varlega saman við ostablönduna síðan er rjómin hrærður saman við með sleif og helt yfir botnin kælt i 2 -10 tima.

Hlaup:
Sítrónuhlaup Royal 1 pakki +1 bolli soðið vatn og ½ bolli kalt
Sitrónuhlaupið sett í skál og 1 bolli soðið vatn helt yfir og hrært vel ½-1 bolli kalt vatn sett út í helt ofan á fyllinguna nota matskeið og hella í hana svo fylling skemmist ekki.

Sykruð sítróna skraut ekki nauðsyn

2 bollar sykur

1 bolli vatn

4-5 Sítrónur aðeins börkur þvegnar mjög vel

Sykur og vatn soðið í síróp ca 30 mín setja dropa á disk til að sjá hvort hann haldist til að vita hvort sírópið se tilbúið lækka hitan og vera búin að þvo og rífa börkin af sítrónunum passa að hvíta komi ekki með þvi þá stífnar börkurin síður setjið börkin ekki allan í einu og mótið eða leikið ykkur með börkin og látið kólna á smjörpappír

 

Sólskinsbollur
Sólskinsbollur

Sólskinsbollur

200 gr smjör

5 dl mjólk

50 gr ger (1 pakki þurrger)

2 tsk vanillusykur

150 gr sykur

11 dl hveiti

Smjör og mjólk hitað þar til smjör er bráðið. Sykur settur saman við og síðan gerið látið leysast upp. Hveiti og vanillusykri blandað saman og vökvi settur út í og hnoðað.
Látið hefast í 1 klst.
Búið til bollur og látið hefast í 10 -30 mín.
Hola gerð í miðjuna og krem sett í (ca.. 1 tsk)

Vanillukrem

5 dl rjómi

1 stk vanillustöng

50 gr maizena

125 gr sykur

4 stk eggjarauður

Ath að setja ekki of háan hita. Það þarf að fylgjast vel með og hræra stöðugt í.
Rjómi settur í pott, vanillustöng er klofin í sundur og fræ skafin úr með skeið og sett út í rjómann ásamt stönginni. Sykur settur út í og leyfið að bráðna saman við rjómann. Tekið af hellu og kælt pínu hrærið eggjarauðum út í. Sett aftur á hita og maizena sigtað út í og hrært þar til þyknar.
Bakað við 200 gráður í 10 mín.
Verði ykkur að góðu. Þórkatla Jónsdóttir

Karmellusprengja marengs svampbotn Rice Krispies súkkulaði karamella
Karmellusprengja

Karmellusprengja

Marensbotnar 24 cm ( 2 stk )

3 stk eggjahvítur

2 dl sykur

1 tsk lyftiduft

2 bollar Rice Crispies

Eggjahvítur settar í skál og sykri bætt út í látið standa í smá stund
þeytt saman og setjið
lyftiduft saman við. Þeytt vel saman. Rice Crispies blandað saman með
sleif og síðan skipt á
tvær plötur sem búið er að teikna 24 cm hring á. Bakað í 1 klst á 150 gráður.

Svamptertubotn

4 stk egg

150 gr sykur

150 gr hveiti

1 tsk lyftiduft

Egg og sykur er stífþeytt, hveiti og lyftiduft er sigtað saman við.
Sett í tvö form sem búið er að klæða með smjörpappír. Ath sumir setja sykur
á bökunarpappírinn svo auðveldara sé að taka botnana af pappírinum þegar þeir
eru kaldir.

Krem

1 dl rjómi

120 gr pralín súkkulaði með karmellufyllingu

150 gr Rjómasúkkulaði með sjávarsalti og karmellukurli.

2 stk eggjarauður.

Rjómi og súkkulaði sett í pott og hitað þar til súkkulaði er bráðið. Kremið er aðeins látið kólna áður en eggjarauðurnar eru pískaðar út í. Sett í ískáp og leyft að kólna.

Rjómi

5 dl rjómi

1 tsk vanillusykur

Þeytt.

Kaka sett saman.

150 gr Pralín súkkulaði brytjað smátt

150 gr Rjómasúkkulaði með sjávarsalti og karmellukurli brytjað smátt.

Súkkulaði sett á svamptertubotn þar næst krem yfir sem þekur botninn.
Rjóminn fer ofan á kremið og marensinn yfir.
Hægt er að setja rjóma ofan á marensinn og síðan krem eða eingöngu krem ofan á marensinn.

Verði ykkur að góðu. Þórkatla Jónsdóttir

Frönsk súkkulaðikaka egg smjör súkkulaði jarðarber frakkland
Frönsk súkkulaðikaka

Frönsk súkkulaðikaka

200 g smjör

200 g suðusúkkulaði

Brætt saman yfir vatnsbaði eða í örbylgju. Hrært saman þegar heitt og látið standa aðeins til að kólna.

4 egg

3 dl sykur

Þeytt saman þar til “freyðir” (s.s. þeytt slatta).
 
Súkkulaðiblöndunni hellt út í eggjahræruna og hrært.

1 dl hveiti svo út í það varlega.

Helt í form, 26 – 28 cm (bara svona venjuleg stærð!) og bakað í 40 mín á 180 gráðum.
Kakan á að vera blaut svo baka minna en meira. Passa að brenni ekki ofan á – setja álpappír ofan á ef það gerist 🙂

Krem

150gr suðusúkkulaði

75 gr smjör

2 msk af sírópi

Brætt í potti og reynt að hafa kekkjalaust
Kælt í smá stund áður en smurt er ofan á kökuna

 

Ostakökur Dóra tortilla koktelber skinka paprika mæjónes
Ostakökur Dóra

Ostakökur Dóra

tortillur skornar út litlar settar í möffinsform

Mexikórúlla

1 pakki skinka

Papríka rauð

3 egg

3 msk mæjónes

Mosarellaostur 1 poli

Öllu blandað saman
Rifin ostur yfir
Bakið á 180°C i 15 til 20 mín
Berið fram með koktelberum og rifsberjageli.

Snickersterta Stellu snickers marengs púðursykursmarengs karamella krem
Snickersterta Stellu

Snickersterta Stellu

6 eggjahvítur

300 g ljós púðursykur

Bakið í 1.klst við 160 * eða fylgjast með hitanum þar sem ofnarnir eru misjafnar

Á milli

½ l rjómi þeyttur

3 Snickers brytjið smátt

Ofan á kökuna

3 Snickers skorin smátt

50 gr smjör

Bræða smjörið og Snickers saman á pönnu við vægan hita

6 eggjarauður

3 msk flórsykur

Þeyta eggjarauðurnar og flórsykurinn vel saman og bæta síðan snickersinu saman við

Rúllutertubrauð með beikoni og sveppum beikon sveppir brauðmeti klúbbaréttir
Rúllutertubrauð með beikoni og sveppum

Rúllutertubrauð með beikoni og sveppum

1 bréf beikon

250 gr sveppir

1 laukur

½ l rjómi

2 tsk paprika

Dass af salti

½ tsk Cajan pipar

½ – 1 nautakjöts kraftur

Mýkjið smátt skorinn laukinn á pönnu

Næst fer beikonið og að lokum sveppirnir

Krydda eftir smekk

Hella rjómanum í smá slumpum á pönnuna

Láta malla þangað til þykknar

Setja inn í rúllutertubrauðið

Gott er að smyrja smá mayonase áður en bakað er og setja smá papríkukrydd ofan á

Bakast við 200°C í ca 25-30 mín

Bingó kúluostakakan
Bingó kúluostakakan

Bingó kúluostakakan 

Botn

2 ks dökkir hraunbitar

3 ds Creme Brulee skyr

1/2 l rjómi – þeyttur

Bingókúlusósa

1 poki Bingókúlur

1/2 dl rjómi

Bingókúlur og rjómi er brætt saman yfir vatnsbaði. Sósan er kæld áður en hún er sett yfir skyrkökuna.

Fylling:
Rjóminn er þeyttur og skyrinu blandað varlega saman við.
Hraunbitarnir eru muldir og settir í botninn á því móti sem á að nota.
Skyrfyllingin er sett jöfn yfir hraunbitamulninginn
Bingókúlusósunni er hellt yfir skyrkökuna og sósunni blandað saman við skyrblönduna með priki/pinna.
Skyrkakan er skreytt með jarðarberjum og síðan kæld áður en hún er borin fram. Af Mömmur.is

OSTAKÖKURKAFFIBOÐBRAUÐRÉTTIRTERTUR

— GLÆSILEGT KAFFIBOÐ JÓNU MATTHILDAR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.