Appelsínunipplur – verðlaunakökur

appelsínur smákökur jólakökur jólasmákökur Appelsínunipplur SMÁKÖKUSAMKEPPNI SMÁKÖKUR JÓLASMÁKÖKUR APPELSÍNUR JÓLABAKSTUR SMÁKÖKUBAKSTUR EGGERT PÁLL ÓLASON
Appelsínunipplur

Appelsínunipplur

Íslenska lögfræðistofan hélt sína árlegu jólasmákökusamkeppni í gær. Eins og áður var metnaðurinn allsráðandi og fagmennska í öllu – já og keppnisandinn barst um allt hverfið. Og eins og áður vorum við Bergþór dómarar og fengum með okkur gestadómara sem að þessu sinni var Ragnhildur Gísladóttir söngkonan góða en hún á það til að missa sig í bakstri fyrir jólin. Eggert stóð uppi sem sigurvegari. Mandarínubörkurinn og hárrétt bakað marsipanið gladdi bragðlauka dómnefndarinnar.

EGGERT PÁLLSMÁKÖKURJÓLINRAGGA GÍSLA APPELSÍNUR

.

Albert, Eggert, Ragnhildur og Bergþór

Appelsínunipplur

250 g hveiti

1 sléttfull tsk lyftiduft

100 g sykur

2 msk vanillusykur

Rifinn börkur af 2 mandarínum

175 g smjör (ekki smjörlíki)

Þeytið saman sykur og létt bráðið smjör. Setjið restina, ásamt möndlumulningi eftir smekk, í deigið og hnoðið létt. Rúllið út. Skerið í hringi og kælið deigið.

Bakið hringi i nokkrar mínútur á 175° þar til þeir eru orðnir hálfbakaðir. Setjið svo kransaköku ofan á og bakið áfram þar til kökurnar eru orðnar gullnar.

Þegar kökurnar eru bakaðar er bræddu suðusúkkulaði, blandað með örlitlu appelsínusúkkulaði, er sprautað yfir eftir smekk.

smákökur
Dómnefndin og keppendur
Dómnefndin að störfum

EGGERT PÁLLSMÁKÖKURJÓLINRAGGA GÍSLA APPELSÍNUR

— APPELSÍNUNIPPLUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Tímaritið FÆÐA/FOOD

Fæða/Food

Á dögunum kom úr sérblað um mat og fjölbreytta matarmenningu á Íslandi. Kærkominn viðauki í matarmenningunni okkar og virðingarvert framtaka að hafa tímaritið bæði á íslensku og ensku. „Við skoðum efnið í víðu og oft óhefðbundnu samhengi enda tilgangurinn ekki að kenna fólki að elda, heldur veita innblástur og skemmtilegan fróðleik" segir á heimasíðunni.

Eggjakaka tenórsins

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Eggjakaka tenórsinns.. Í sumarbústaðarferð Sætabrauðsdrengjanna fyrir skömmu galdraði Gissur Páll fram spænska eggjaböku á meðan á æfingum stóð, án gríns - hann söng og bjó til matinn. Afskaplega hæfileikaríkur ungur maður sem getur auðveldlega gert tvennt í einu....

Hvað eru margar hitaeiningar í borðvíni, freyðivíni og bjór?

Hvað eru margar hitaeiningar í borðvíni, freyðivíni og bjór? Fæstir velta fyrir sér hversu margar hitaeiningar eru í borðvíninu en segja má að áfengi sé hitaeiningaríkt orkuefni með lítið af næringarefnum. Fjöldi hitaeininga fer svolítið eftir vínþrúgum, vínber eru missæt eftir tegunum.  

Fyrri færsla
Næsta færsla