Frk. Appelsína

Frk. Appelsína smákökur smákökubakstur Maríanna Jónsdóttir verðlaun appelsínubörkur
Frk. Appelsína

Frk. Appelsína. Þessar undurgóðu smákökur minnti dómnefndina í smákökusamkeppni Kornax á jólin, appelínu og kanilbragðið kom vel í gegn og heillaði okkur svo að Frk.Appelsína lenti í fjórða sæti. Stökkar og bragðgóðar smákökur sem laumast má í alla aðventuna og líka yfir hátíðirnar.

SMÁKÖKURAPPELSÍNURJÓLIN

Frk. Appelsína

180 g hrásykur

120 g púðursykur

150 g smjör

2 egg

180 g hveiti

1 tsk lyftiduft

1 tsk salt

1 tsk vanillusykur

2 tsk kanill

Rifinn börkur af einni appelsínu

200 g súkkulaði

Hitið ofninn í 180°C. Þeyta vel sykur og smjör. Bætið eggjunum útí og hrærið vel og lengi.

Blandið þurrefnum saman, setjið þau saman við deigið smátt og smátt með vélina á lágri stillingu.

Blandið rifna berkinum og hakkaða súkkulaðinu varlega í deigið með sleif.

Setjið u.þ.b. eina teskeið af deiginu á bökunarplötuna og passið að hafa gott bil á milli.

Setjið smá kanil yfir deigið og inn í ofn í 8-12 mín. Kælið á rist.

Njótið.

Höf. Maríanna Jónsdóttir

Frk. Appelsína. Þessar undurgóðu smákökur minnti dómnefndina í smákökusamkeppni Kornax á jólin, appelínu og kanilbragðið kom vel í gegn og heillaði okkur svo að Frk.Appelsína lenti í fjórða sæti. Stökkar og bragðgóðar smákökur sem laumast má í alla aðventuna og líka yfir hátíðirnar.
Dómnefndin að störfum
Smákökusamkeppni Kornax
Dómnefndin að störfum

— FRK. APPELSÍNA —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Eggjahvítukökur

Eggjahvítukökur

Eggjahvítukökur. Þegar ég tók saman listann fyrir vinsælustu smákökurnar gerði ég mér grein fyrir, mér til mikillar undrunar, að uppáhaldssmákökurnar mínar hafa aldrei birst á þessari síðu. Það var nú þannig í minni barnæsku, þegar búið var að baka tíu eða fimmtán tegundir til jólanna, þá rýrnaði innihaldið í sumum kökudunkunum.... Ég játa það hér og nú að það var ég sem var valdur af því að eggjahvítukökurnar voru stundum búnar þegar jólin loks runnu upp. Það var samt vinsælast að laumast í kornflexkökurnar. Mamma sá við okkur og útbjó þær að kvöldi Þorláksmessu :)

Súkkulaðimúslíhafrakex – óskaplega bragðgott hafrakex

Súkkulaðimúslíhafrakex DSC01750

Súkkulaðimúslíhafrakex. Óskaplega bragðgott hafrakex sem bragðast enn betur með góðum kaffibolla. Listakokkurinn og útvarpskonan Ingveldur G. Ólafsdóttir bakaði svona hafrakex fyrir sísvanga nemendur Listaháskólans síðasta vetur.