Súkkulaðikökusnittur
Í árlegum aðventu/jólamöndlugrautarboði fjölskyldunnar bauð Árdís upp á þessar fallegu og góðu súkkulaðikökusnittur með kaffinu að loknum grautnum.
— ÁRDÍS HULDA — FLEIRI SNITTUR —
.
Súkkulaðikökusnittur
5 egg
2 dl sykur
200 g smjör
300 g suðuskúkkulaði
2,5 dl hveiti
1/3 tsk salt
1 tsk lyftiduft
Sykur og egg þeytt – ljóst og létt 🙂
smjör og súkkulaði brætt saman við lágan hita.
Súkkulaðiblöndunni bætt út í eggin.
Hveiti, salti og lyftiduft hrært varlega saman við.
Sett í skúffu – bakað við 180°C í 10-15 mín. – kælið. Skerið í bita. Sprautið þeyttum rjóma ofan á hverja, jarðarberið þar ofan á sem búið er að skera efsta partinn af. Setjið rjóma ofan á jarðarberið og loks “hattinn” á.
.
— ÁRDÍS HULDA — FLEIRI SNITTUR —
.