Súkkulaðikökusnittur

Súkkulaðikökusnittur Árdís hulda jólaboð snittur
Súkkulaðikökusnittur Árdísar

Súkkulaðikökusnittur

Í árlegum aðventu/jólamöndlugrautarboði fjölskyldunnar bauð Árdís upp á þessar fallegu og góðu súkkulaðikökusnittur með kaffinu að loknum grautnum.

ÁRDÍS HULDA — FLEIRI SNITTUR

.

Súkkulaðikökusnittur

5 egg

2 dl sykur

200 g smjör

300 g suðuskúkkulaði

2,5 dl hveiti

1/3 tsk salt

1 tsk lyftiduft

Sykur og egg þeytt – ljóst og létt 🙂

smjör og súkkulaði brætt saman við lágan hita.

Súkkulaðiblöndunni bætt út í  eggin.

Hveiti, salti og lyftiduft hrært varlega saman við.

Sett í skúffu – bakað við 180°C í 10-15 mín. – kælið. Skerið í bita. Sprautið þeyttum rjóma ofan á hverja, jarðarberið þar ofan á sem búið er að skera efsta partinn af. Setjið rjóma ofan á jarðarberið og loks “hattinn” á.

jólaboð

.

ÁRDÍS HULDA — FLEIRI SNITTUR

SÚKKULAÐIKÖKUSNITTUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Matarbúr Kaju Óðinsgötu – lífræn verslun

kaja

Matarbúr Kaju Óðinsgötu - lífræn verslun. Á horni Óðinsgötu og Spítalastígs hefur athafnakonan Karen Jónsdóttir opnað lífrænt vottaða verslun. Þarna er úrvalið fjölbreytt, eiginlega má segja að sjón sé sögu ríkari. Einnig eru nýbökuð brauð já og bara allt mögulegt. Karen hefur áður komið við sögu á þessu matarbloggi, hún bauð okkur í sumar í heimsókn á fyrsta og eina lífræna kaffihúsið á Íslandi 

Gulrótakaka Aldísar frænku

Gulrótarkaka Aldísar frænku. Sumar kökur eru betri en aðrar segir Eyjólfur Eyjólfsson söngvari.  „Gulrótarkaka móðursystur minnar er sú kaka sem ég kannski held mest upp á – ef til vill vegna þess að hún er í senn hátíðleg og ósköp hversdagsleg. Þó svo að móðir mín sé þekkt fyrir íburðarmiklar stríðstertur hef ég yfirleitt hneigst meira til kökubaksturs eins og ég kynntist í sveit sem strákur. Þá á ég að sjálfsögðu ekki við sunnudagshnallþórurnar heldur hinar stóísku og yfirveguðu jóla- og marmakökur sem gengu í svo til heilagt hjónaband með ógerilsneyddri kúamjólkinni.