Hver á að sitja hvar?
Gott er að hafa í huga að engin tvö matarboð eru eins. Meta þarf í hvert sinn hvernig og hvort raða eigi til borðs.
Það veitir sumum öryggistilfinningu að sitja hjá maka sínum, fólk sem er í tilhugalífinu „verður” að fá að sitja saman svo dæmi séu tekin. Þegar kemur að því að setjast til borðs, getur verið gaman að fara í leik. Til dæmis er hægt að skrifa nöfn á þekktum persónum á blöð, sama nafnið á tvö blöð. Annað nafnið fer við matardiskinn og gestirnir draga úr skál hina miðana. Síðan setjast gestir þar sem „þeirra” persóna er. Einnig má nota lönd, borgir, plöntur, örnefni, skírnarnöfn, lýsingarorð.
Svo er ágætt að hafa bak við eyrað að blanda körlum og konum, ekki hafa karlana alla við annan endann og konurnar við hinn. Bæði kyn hafa gott af blönduninni.
.
.