Á að láta klingja í glösum þegar skálað er?

Skálað Á að láta klingja í glösum þegar skálað er? Borðsiðir kurteisi vínglös etiquette
Í boðum þarf að passa að skála ekki út í eitt – það getur verið þreytandi að skála fyrir öllu mögulegu heilt matarboð.

Á að láta klingja í glösum þegar skálað er?

Það þykir ekki æskilegt að láta klingja þegar skálað er, glös eru jú brothætt. Við lyftum glösum en ekki of hátt, alls ekki upp fyrir augu, best er að efri brún á glasinu fari ekki upp fyrir höku, við þurfum að sjá andlitið, því að þetta er félagsleg athöfn. Við höldum um stilkinn á glasinu, ekki um belginn. Ef haldið er um belginn hitnar vínið og glasið verður fitugt/kámugt. 

Það er auðvitað ekkert bannað að láta klingja. En gott er að hafa í huga, enn og aftur, að glös eru brothætt. Ef þið viljið láta klingja látið þá belgina mætast – en varlega.

Þegar búið er að segja skál, skálum við, við teygjum ekki lopann með áframhaldandi spjalli, því að þá veit enginn hvenær á að dreypa á drykknum.

Svo þarf einnig að passa að skála ekki út í eitt – það getur verið þreytandi að skála fyrir öllu mögulegu heilt matarboð.

🥂

— KURTEISI/BORÐSIÐIRSKÁLAÐLÉTTVÍNMATARBOÐ

— Á AÐ LÁTA KLINGJA Í GLÖSUM? —

🥂 🥂

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hvítlauksbrauð með ostasalati

Hvítlauksbrauð með ostasalati. Brauðið og ostasalatið útbjó Berglind vinkona mín fyrir blað Franskra daga, þegar saumaklúbburinn hennar bauð lesendum upp á ca 35þús einstaklega bragðgóðar hitaeiningar á þremur blaðsíðum

Matarborgin Búdapest – framhald

BÚDAPEST. Það segir þó nokkuð um borg/land ef maður fer þangað tvisvar á sama árinu. Sléttum sex mánuðum eftir að við fórum til Búdapest var haldið aftur þangað á vegum Heimsferða. Að þessu sinni fórum við Bergþór með hóp út að borða og annan í matargönguferð um miðborgina. Ótrúlega fjölbreytt matarborg sem kemur endalaust á óvart.