Graskers- og spíntabaka. Einhverra hluta vegna tengi ég oft bökur við sumarið, það er einhver léttleiki og birta sem fylgir þeim. Baka með góðu salati klikkar ekki. Bakan virkar erkkert sérstaklega falleg á myndinni, en góð er hún.
Graskers- og spíntabaka
Botn:
1 1/2 b heilhveiti
200 g vegan smjör
1/2 tsk salt
4-5 tsk vatn
Fylling:
3 msk olía
ca 700 g grasker
450 g frosið spínat
1 stór laukur, saxaður
500 g (silky)tófú, saxað í matvinnsluvél
1 msk edik
2 msk sítrónusafi
3 msk hvítvín (eða vatn)
grænmetiskraftur
3 msk næringarger
2 tsk origanó
1 tsk rósmarín
1/2 tsk múskat
salt og pipar
Botn: blandið öllu saman, mótið kúlu og látið standa í amk eina klst.
Fylling: Afhýðið graskerið og fræhreinsið. Skerið það í sneiðar og bakið í ofni við 170° í um 20 mín. Steikið lauk í olíunni, bætið við spínati. Setjið saman við tófú, edik, sítrónusafa, hvítvín, grænmetiskraft, næringarger og krydd.
Fletjið deigið út með höndunum í eldfast form og bakið í 10 mín. Setjið rúmlega 2/3 af fyllingunni þar í. Raðið graskerinu yfir og loks restinni af fyllingunni. Bakið við 170° í um 35-40 mín.