Bakaðar kartöflur með beikoni og osti

Bakaðar kartöflur með beikoni bökunarkartöflur
Bakaðar kartöflur með beikoni

 

Bakaðar kartöflur með beikoni og osti

Þessar dásamlegu fylltu kartöflur eru fullkomnar sem aðalréttur eða meðlæti. Bakaðar kartöflur eru fylltar með stökku beikoni, lauk, hvítlauk, sveppum og blaðlauk. Rjómaostur og mozzarella, sem bráðnar saman í ljúffengri blöndu.

KARTÖFLURBEIKONGRÆNMETI

.

Bakaðar kartöflur með beikoni og osti

Bakaðar kartöflur með beikoni og osti

5-6 bökunarkartöflur
Lítill pakki af beikoni
1 lítill laukur
3 hvítlauksrif
1 askja sveppir
1 b saxaður vorlaukur/blaðlaukur
1 askja smurostur
Mozzarella ostur

Bakið kartöflur. Steikið beikon stökkt og setjið á disk. Steikið niðurskorinn lauk og vorlauk á pönnunni nokkrar mínútur, bætið við smátt skornum hvítlauk, síðast sveppum. Setjið beikon út í og bræðið smurostinn saman við.

Skerið kartöflur í tvennt, skafið innan úr þeim, maukið og blandið saman við fyllinguna. Leggið mozzarella ost neðst, þá fyllingu og efst mozzarella. Setjið í ofninn þar til osturinn hefur tekið á sig lit.

KARTÖFLURBEIKONGRÆNMETI

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Marokkóskur kjúklingaréttur – meiriháttar góður

Marokkóskur kjúklingaréttur – meiriháttar góður. Þessi réttur hentar vel í Tagínu. Ef þið eigið ekki slíka græju þá er best að setja í eldfast form og elda í ofni. Eitt af því sem einkennir marokkóskan mat er að fjölmörg krydd eru notuð í sama réttinn og með þeim eitthvað sætt, oftast þurrkaðir ávextir. Í þessari uppskrift eru rúsínur og döðlur.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Bessastaðaterta frá forsetatíð Kristjáns og Halldóru Eldjárn

Bessastaðaterta frá forsetatíð Kristjáns og Halldóru Eldjárn. Vilborg systir mín var aðstoðarráðskona á forsetasetrinu síðasta ár Kristjáns Eldjárns í embætti og vann þar fyrstu mánuði Vigdísar. Ég fór einu sinni í heimsókn þegar hún var að vinna á Bessastöðum og mér fannst þetta eins og höll - þarna var ég ekki orðinn táningur. Held það sé í lagi að segja frá því núna að ég svalaði forvitni minni vel með því að skoða allt húsið hátt og lágt og naut þess í botn. Man eftir að hafa farið í vínkjallarann undir eldhúsinu, niður þröngan stiga, þar sem  einu sinni var fangelsi. Í kjallaranum voru rimlar fyrir litlu gluggunum og metersþykkir veggir (eins og allstaðar í húsinu) og svo mátti enn sjá hlekki í útveggnum. Í eldhúsinu man ég að voru stórar tréskúffur með mat í, ein var full af rúsínum....

Brauðsúpa, gamaldags, góð brauðsúpa frá Láru Vigga

Brauðsúpa, gamaldags góð brauðsúpa frá Láru Vigga. Svei mér þá, ég held að langflestir sem ég þekki eigi góðar minningar frá rúgbrauðssúpum á árum áður. Dugnaðarhjónin Björg Hjelm og Óðinn Magnason reka Café Sumarlínu á Fáskrúðsfirði og hafa gert í fjölmörg ár. Þegar ég bað Björgu um að vera gestabloggari var ég viss um að hún mundi útbúa tertu, þið vitið svona tertu með gómsætu kremi og ýmsu góðu því hún er m.a. fræg fyrir terturbakstur. En ég veit að brauðsúpan sem hún útbjó eftir uppskrift, og með góðri aðstoð mömmu sinnar er ljúffeng og bragðast afar vel.