Apríkósuterta
Hér á bæ hefur skapast sú hefð að baka „páskatertuna“ og borða hana á páskadag. Það er bökuð ný terta fyrir hverja páska sem fær titilinn páskaterta ársins. Liturinn á tertunni í ár tónar vel við lit páskanna. Milt kanilbragðið fer vel með apríkósunum.
— TERTUR — PÁSKAR — PÁSKATERTUR — PÁSKAR —
.
Apríkósuterta
4 egg
1 dl sykur
1 tsk salt
250 g mascarpone
3 1/2 dl hveiti
2/3 tsk kanill
2 tsk lyftiduft
1/2 tsk vanilla
3 msk matarolía
1 heil dós apríkósur
1 dl safi af apríkósunum
2 msk Grand Marnier
Hrærið vel saman eggjum og sykri. Bætið við mascarpone, salti, hveiti, kanil, vanillu og olíu. Skerið apríkósurnar í grófa bita og blandið saman við með sleif. Bakið í tertuformi við 175° í um 44 mín. Blandið saman apríkósusafa og Grandi og hellið yfir tertuna á meðan hún er enn heit.
— TERTUR — PÁSKAR — PÁSKATERTUR — PÁSKAR —.
Páskatertan 2015: Súkkulaðiterta með viðhöfn
Páskatertan 2014 var með döðlubotni, eggjakremi og marengs
Páskatertan 2013: Daim-ís-terta
Páskar 2012: Brownies á páskum (já, já ég veit að brownies er ekki terta…)
.
— TERTUR — PÁSKAR — PÁSKATERTUR — PÁSKAR —.
.