Réttu mér saltið!

Réttu mér saltið salt og pipar borðsiðir etiquette Réttu mér saltið! GIFTING GIFTINGARSIÐIR
Salt og pipar eru par – óaðskiljanlegt par.

Réttu mér saltið!

Ef einhver biður um að rétta sér saltið skal alltaf rétta bæði saltið og piparinn saman. Salt og pipar eru par – óaðskiljanlegt par. Svo byrjum við auðvitað ekki á að salta eða pipra matinn áður en við brögðum á honum – það virkar svolítið eins og vantraust á kokkinn.

Það er gömul hjátrú, sem gaman er að viðhalda, að hafa ekki pipar á borðum í giftingarveislum. Önnur hjátrú, sem við getum alveg sleppt, er að kasta salti yfir öxl sér ef það spillist á borðið.

BORÐSIÐIRGIFTINGHJÁTRÚ

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Rabarbari með kókosbollum

Rabarbari kókosbollur

Rabarbari með kókosbollum. Völu kókosbollur hafa nokkrum sinnum áður komið við sögu á þessari síðu. Þannig er að frænka mín á verksmiðjuna og hún á það til að færa okkur splunkunýjar kókosbollur, þá gleymum við öllu heilsu- og hollustutali og "dettum í það" Frænkan er kölluð Kolla og er hér á bæ oftast nefnd Kolla-Kókosbolla (en farið ekki með það lengra...)

Lífsstílskaffi í Gerðubergi

Lífsstílskaffi, fyrirlestur í Gerðubergi í kvöld kl 20. Af heimasíðu Gerðubergs:  „Matseld, veislur, borðsiðir og kurteisi eru Albert Eiríkssyni hugleikin, en hann er einn kunnasti matgæðingur landsins og þekktur fyrir skemmtilegar veislur og afbragðsgóðar uppskriftir. Á lífsstílskaffi marsmánaðar segir Albert frá breytingum sem hann upplifði við að taka mataræðið til endurskoðunar. Þá verður farið yfir undirbúning og skipulagningu á veislum og nokkra helstu borðsiðina.

Albert Eiríksson heldur úti einni vinsælustu matarbloggsíðu landsins,alberteldar.com. Fyrir utan fjölbreyttar uppskriftir má þar finna færslur um borðsiði, umfjallanir um veitinga- og kaffihús, gamlan og nýjan fróðleik."

Apríkósuterta

Apríkósuterta

Apríkósuterta. Hér á bæ hefur skapast sú hefð að baka „páskatertuna“ og borða hana á páskadag. Það er bökuð ný terta fyrir hverja páska sem fær titilinn páskaterta ársins. Liturinn á tertunni í ár tónar vel við lit páskanna. Milt kanilbragðið fer vel með apríkósunum.