Túnfisksalat Kristjönu Stefáns
Kristjana Stefánsdóttir er ekki bara gleðigjafi í tónlist og söng, heldur er hún með listafingur í eldhúsinu og nef fyrir öllu sem er gott og m.a.s. líka hollt. Þátttakendur í Eddunni, 40 ára afmælissýningu Eddu Björgvins fengið að kynnast því á æfingum. Ég bað Kristjönu að senda mér uppskriftina sem kom um hæl með einni skemmtilegri ásláttarvillu: TÓNFISKSALAT. Samsetningin passar ótrúlega vel saman.
.
— TÚNFISKUR — SALÖT — KRISTJANA STEFÁNS — EDDA BJÖRGVINS —
.
Túnfisksalat Kristjönu Stefáns
2 dósir túnfiskur (í olíu)
2 hvítlauksrif skorið smátt
2-3 stilkar af vorlauk eða hálfur venjulegur laukur skorinn smátt
15-20 döðlur skornar smátt
15-20 grænar ólífur skornar smátt
hálf krukka af fetaosti
Ítalskt pastakrydd frá Pottagöldrum, eftir smekk
(stundum á ég það ekki og skelli þá í staðin einhverju ítölsku kryddi sem ég á í staðinn t.d.oreganó, basil eða timjan, eða bara smá af öllu)
Grófmalaður svartur pipar eftir smekk
Góð olía eftir smekk.
—
— TÚNFISKUR — SALÖT — KRISTJANA STEFÁNS — EDDA BJÖRGVINS —
— TÚNFISKSALAT KRISTJÖNU STEFÁNS —
—