Túnfisksalat Kristjönu Stefáns

Túnfisksalat Kristjönu Stefáns Túnfiskssalat Kristjana Stefánsdóttir KRISTJANA STEFÁNS salat með túnfiski fisksalat fiskisalat túnfiskur sallat
Túnfisksalat Kristjönu Stefáns

Túnfisksalat Kristjönu Stefáns

Kristjana Stefánsdóttir er ekki bara gleðigjafi í tónlist og söng, heldur er hún með listafingur í eldhúsinu og nef fyrir öllu sem er gott og m.a.s. líka hollt. Þátttakendur í Eddunni, 40 ára afmælissýningu Eddu Björgvins fengið að kynnast því á æfingum. Ég bað Kristjönu að senda mér uppskriftina sem kom um hæl með einni skemmtilegri ásláttarvillu: TÓNFISKSALAT. Samsetningin passar ótrúlega vel saman.

.

TÚNFISKURSALÖTKRISTJANA STEFÁNSEDDA BJÖRGVINS

.

Túnfisksalat Kristjönu Stefáns

2 dósir túnfiskur (í olíu)

2 hvítlauksrif skorið smátt

2-3 stilkar af vorlauk eða hálfur venjulegur laukur skorinn smátt

15-20 döðlur skornar smátt

15-20 grænar ólífur skornar smátt

hálf krukka af fetaosti

Ítalskt pastakrydd frá Pottagöldrum, eftir smekk

(stundum á ég það ekki og skelli þá í staðin einhverju ítölsku kryddi sem ég á í staðinn t.d.oreganó, basil eða timjan, eða bara smá af öllu)

Grófmalaður svartur pipar eftir smekk

Góð olía eftir smekk.

 

Túnfisksalat Kristjönu Stefáns

TÚNFISKURSALÖTKRISTJANA STEFÁNSEDDA BJÖRGVINS

— TÚNFISKSALAT KRISTJÖNU STEFÁNS —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.