Mannasiðir – Kurteisi er dyggð

Árið 1920 kom út bókin Mannasiðir eftir Jón Jacobson etiquette
Mannasiðir eftir Jón Jacobson

Mannasiðir – Kurteisi er dyggð

Árið 1920 kom út bókin Mannasiðir eftir Jón Jacobson sem var nýlunda hér á landi. Í henni fjallar Jón um allt milli himins og jarðar eins og um litun hárs: „Að lita hár sitt er blátt áfram viðbjóðslegt. Grá hár sóma sér jafn-vel sem hver annar litur.”

Margar góðar ráðleggingar má finna í bókinni: Varist skellihlátur; kastið ykkur ekki aftur á bak með galopinn hlæjandi munninn og sláið ekki á lærin eða hnén.

Forðist að hnerra hátt ef unnt er því að þá afskræmist andlitið, hafið munninn lokaðan þegar þér eruð ekki að nota hann. Notið vasaklútinn gætilega og snýtið yður ekki svo hrottalega að við kveði Þórdunur. Sleikið ekki af matforki né hníf að loknum málsverði.”

Kurteisi er dyggð vegna þess að hún stuðlar að vellíðan en stendur gegn yfirgangi og að valda öðrum óþægindum. Hins vegar eru tilteknir siðir og venjur ákvörðunarefni sem hver kynslóð kemur sér ósjálfrátt saman um. Það er ekkert rangt í sjálfu sér að ropa í fjölmenni en getur engu að síður talist ósiður. Ef til vill er slíkur ropi hvimleiður kvilli. Ropar eru viðbjóðslegir, og engin vörn í máli, að ekki sé hægt „að gera við þeim” Það er ógeðslegur ávani, sem hægt er að venja sig af, og aldrei þarf að verða nokkrum tamur.

Einnig skrifar Jón: „Hræðilegt er að sjá menn fara að stanga úr tönnum sér eftir máltíð. Ýmsir eru fleiri kækir og ávani, og sumir þeirra mjög ógeðslegir, svo sem að tyggja matinn „smjattandi”, í stað þess að tyggja með lokuðum munni.”

GÖMUL RÁÐ OG HÁTTVÍSIKURTEISI/BORÐSIÐIRÍSLENSKTMATARBOÐ

.

Jón Jacobson Landsbókavörður
Jón Jacobson Landsbókavörður

.

— KURTEISI ER DYGGÐ —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Muffins með karamellukurli

muffins

Muffins með karamellukurli. Á dögunum fórum við til Vestmannaeyja, þar tóku höfðinglega á móti okkur María frænka mín og Addi hennar maður og nærðu okkur andlega og líkamlega. Hann fór með okkur um Heimaey og hún bauð upp á kaffihlaðborð að ferðinni lokinni - þar var meðal annars boðið upp á muffins með karamellukurli

Lasagna með ricotta- og spínathjúp – fullkomið fjörefnafóður

Lasagna með ricotta- og spínathjúp.

Lasagna með ricotta- og spínathjúp. Borðum meira grænmeti! Það mælir allt með aukinni grænmetisneyslu. Grænmetisréttir eru auðveldir, fallegir og oft á tíðum ódýrir. Svo þarf nú varla að taka fram lengur hve hollt grænmetið er -  .

Steinaldarbrauð

Steinaldarbraud

Steinaldarbrauð, glútenlaust.  Í upphaflegu uppskriftinn átti að vera möndlumjöl en því miður var það ekki til svo ég notaði rísmjöl. En brauðið bragðaðist afar vel og hér er uppskriftin lítillega breytt. Svo er nú gaman að segja frá því að brauðið er glútenlaust.

Lerkisveppasósa úr íslenskum lerkisveppum

Lerkisveppasósa úr íslenskum lerkisveppum. Nú er tími lerkisveppanna. Samkvæmt mínum heimildum er aðeins hægt að fá ferska íslenska lerkisveppi í einni búð á höfuðborgarsvæðinu. Þeir fást í Matarbúri Kaju á Óðinsgötu - og fást líka þurrkaðir þar. Lerkisveppir eru mjög bragðgóðir.