Sveppa- og bjórbaka

judith tobin judith þorbergsson judy tobin Hannah Sigurðardóttir BÖKUR -- SVEPPIR -- ENGLAND -- MEXÍKÓ -- ÍSAFJÖRÐUR -- ísafirði
Sveppabaka

Sveppa- og bjórbaka

Hin enska Judy Tobin bjó á Íslandi í tæpa þrjá áratugi og var hér áberandi í tónlistarlífinu. Eftir það bjó hún og starfaði í Mexíkóborg en er nú flutt aftur til Íslands. Kemur sem kröftugur hlýr sunnanvindur og kennir áhugasömum píanónemendum í Tónlistarskóla Ísafjarðar.

BÖKURSVEPPIRENGLANDMEXÍKÓÍSAFJÖRÐUR

.

Mæðgurnar Hannah Rós Sigurðardóttir og Judy Tobin útbjuggu saman bökuna góðu.

Sveppa- og bjórbaka

700 g sveppir
3 msk ólífuolía
4 laukar
6 hvítlauksrif
3 greinar ferskt rósmarín + auka til skrauts
3 greinar ferskt timían
1 msk púðursykur
300 ml bjór (Guinnes eða annar brúnn ale)
2 1/2 msk hveiti + auka til að sigta yfir
1-2 msk Dijon sinnep
25 ml soja sósa
500 g smjördeig
2 msk smjör
salt og pipar.

Skerið sveppi í ferninga og bakið í ofni með olíu, salti og pipar í 15 mín. Setjið til hliðar og geymið safann.

Steikið laukinn og hvítlaukinn á pönnu í 10 mín þar til laukurinn er mjúkur.

Bætið rósmaríni, timían og sykri á pönnuna og steikið í aðrar 10 mínútur á lágum hita þar til laukurinn er orðinn gullinbrúnn.

Bætið bjórnum við í pönnuna og látið malla í 10 mín. Lækkið hitann og bætið við sveppunum ásamt safanum. Bætið svo við hveitinu, sinnepi og soja sósu og látið malla í 15-20 mín og hrærið reglulega. Leyfið blöndunni að kólna smá og hellið svo í ofnast form.

Stráið hveiti á borðplötu og fletjið út smjördeigið með kökukefli. Leggið smjördeigið yfir ofnfasta mótið svo deigið nái yfir kantana og skerið það sem er aflögu í burtu.

Bræðið smjörið í örbylgjuofni og burstið því yfir smjördeigið. Skerið lítinn kross í miðju deigsins og skreytið með rósmarínstilkum.

Bakið í ofni í 30-35 mín við 180°C eða þar til deigið er gullinbrúnt.

Berið fram heitt og njótið 🙂

Gott er að ofnbaka kartöflur sem meðlæti.

Sveppa- og bjórbaka
Steiktar kartöflur og næpur með Sveppa- og bjórbökunni

Uppskriftin er frá BOSH

BÖKURSVEPPIRENGLANDMEXÍKÓÍSAFJÖRÐUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kínóasalat með valhnetum – Hreinasta dásemd

Kínóasalat með valhnetum

Kínóasalat með valhnetum. Mér finnst ágætt að láta svona salöt standa í svo sem klukkutíma áður en þau eru borðuð. Kínóa er hreinasta dásemd eins og áður hefur komið fram. Það er auðvelt að vinna með það, fer vel í maga og svo er það svo meinhollt að það hálfa væri alveg nóg.

Gullnar reglur fyrir þau sem ferðast ein

Sjö gullnar reglur fyrir þá sem ferðast einir. Það getur vafist fyrir fólki að ferðast án ferðafélaga. Það er í raun heilmikil áskorun í því. Hættið að hugsa um þetta og drífið ykkur af stað. 

Fyrri færsla
Næsta færsla