Má tala um allt í matarboði?
Það er mikilvægt þegar við höldum veislu að taka vel á móti gestum, öllum gestum. Verum vel undirbúin, tilbúin, úthvíld og afslöppuð. Gestunum verður að líða vel frá fyrstu mínútu. Eins og gengur sjáum við ekki allt fyrir, t.d. getum við ekki vitað hvaða stefnu spjall gesta getur tekið. Ágætt er að hafa í huga í matarboðum að forðast umræðu um eldfim efni líðandi stundar. Auðvitað getum við ekki alltaf stungið höfðinu í sandinn, en umræðu um hitamál er betra að taka á öðrum vettvangi heldur en þar sem við erum að njóta lífsins og skemmta okkur.
Svo tölum við síður um peninga, kynlíf, laun og helst ekki mikið um fæðingar (hafið það í huga konur).
Þá þykir mörgum hvimleitt að heyra miklar sjúkrasögur. Stundum er samsetning gesta þannig að öllum finnst fyndið að við séum „frjálsleg“ í tali (þið vitið hvað ég á við) og það gengur oft þar sem bara eru karlar eða bara konur, en við þurfum að skynja hvort einhverjum fellur það illa.
Það er freistandi að grobba sig af börnunum sínum, en betra að halda því innan skynsamlegra marka. Dönum þykir ekki heldur æskilegt að tala um barnabörnin sín í matarboðum.
.
— BORÐSIÐIR — GESTABLOGGARAR — MATARBOÐ —
— MÁ TALA UM ALLT Í MATARBOÐI —
.