Má tala um allt í matarboði?

hlöðver sigurðsson Má tala um allt í matarboði? Etiquette borðsiðir veisla Sætabrauðsdrengirnir Albert Bergþór Ásthildur Sturludóttir Hafþór Gissur Hlöðver eldfim málefni stjórnmál kynlíf trúmál veisla kurteisi
Stóra spurningin er: Má tala um allt í matarboði?

Má tala um allt í matarboði?

Það er mikilvægt þegar við höldum veislu að taka vel á móti gestum, öllum gestum. Verum vel undirbúin, tilbúin, úthvíld og afslöppuð. Gestunum verður að líða vel frá fyrstu mínútu. Eins og gengur sjáum við ekki allt fyrir, t.d. getum við ekki vitað hvaða stefnu spjall gesta getur tekið. Ágætt er að hafa í huga í matarboðum að forðast umræðu um eldfim efni líðandi stundar. Auðvitað getum við ekki alltaf stungið höfðinu í sandinn, en umræðu um hitamál er betra að taka á öðrum vettvangi heldur en þar sem við erum að njóta lífsins og skemmta okkur.

Svo tölum við síður um peninga, kynlíf, laun og helst ekki mikið um fæðingar (hafið það í huga konur).

Þá þykir mörgum hvimleitt að heyra miklar sjúkrasögur. Stundum er samsetning gesta þannig að öllum finnst fyndið að við séum „frjálsleg“ í tali (þið vitið hvað ég á við) og það gengur oft þar sem bara eru karlar eða bara konur, en við þurfum að skynja hvort einhverjum fellur það illa.

Það er freistandi að grobba sig af börnunum sínum, en betra að halda því innan skynsamlegra marka. Dönum þykir ekki heldur æskilegt að tala um barnabörnin sín í matarboðum.

.

BORÐSIÐIRGESTABLOGGARARMATARBOÐ

— MÁ TALA UM ALLT Í MATARBOÐI —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Epli með heslihnetu-loki – dásamlega góð kaka

Epli með heslihnetu-loki

Epli með heslihnetu-loki. Halldóra systir mín hefur marg oft komið við sögu á þessu bloggi. Það er afar auðvelt að fá matarást á henni enda galdrar hún fram heilu veislurnar án þess að blása úr nös. Við voru í „smá morgunmat" hjá henni á dögunum og þar var meðal annars boðið upp á þessa dásamlega góðu köku.

Pílates hjá Láru Stefánsdóttur

Pílates hjá Láru Stefánsdóttur. Í vetur fékk ég slæmt skessuskot og ekkert virkaði til að losna almennilega við það. Var búinn að prófa öll trixin mín sem hingað til hafa virkað en það var alltaf örlítill verkur. Næstum því á förnum vegi hitti ég Láru Stefánsdóttur dansara og pílateskennara og við tókum tal saman. Til að gera langa sögu stutta þá hef ég farið til hennar í nokkur skipti og er endurnærður eftir Pílatestímana.

Klausturkaffi á Skriðuklaustri – þjóðlegasta kaffihús Íslands

Klausturkaffi á Skriðuklaustri er eitt þjóðlegasta veitingahús á Íslandi. Elísabet Þorsteinsdóttir er vertinn á hinu huggulega Klausturkaffið sem var opnað árið 2000 um leið og menningar- og færðasetur Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri. Stefnan er að halda íslenskri matarmenningu og gestrisni á lofti og það tekst vel. Allt gert á staðnum stemningin skilar sem fullkomlega. Alla daga er hlaðborð í hádeginu og kaffihlaðborð síðdegis.