Sítrónusmjörið góða og lífrænn matarlitur

Sítrónusmjör Sítrónusmjörið góða og lífrænn matarlitur

Sítrónusmjörið góða. Þegar sítrónusmjör er útbúið verður eiginlega að hafa matarlit, annars verður það muskulegt, grátt og frekar ógirnilegt. Á dögunum fann ég náttúrulegan matarlit sem er mun hollari en hinn – þá bretti ég upp ermar og skellti í sítrónusmjör 🙂 Þetta munu vera einu lífrænu matarlitirnir á markaðnum hér: gulur litur búin til úr túrmerik, bleikur úr rauðrófum og grænn úr þörungum. Liturinn fæst í Lifandi markaði, hjá Bændur í bænum, Fræinu og í Matarbúri Kaju.

Lemon Curd – sítrónusmjör

4 stór egg

1 1/3 bollar sykur

1 bolli ferskur sítrónusafi

175 g smjör

1 msk rifinn sítrónubörkur

1/2 tsk salt

gulur lífrænn matarlitur

Þeytið vel saman í hrærivél egg og sykur. Bræðið smjör í potti, hellið eggjahrærunni saman við og loks sítrónusafa, berki, salti og matarlit. Sjóðið við lágan hita, þeytið stanslaust í 10 mínútur. Hellið strax í gegnum fínt sigti í skál, kælið og setjið á krukkur með loki – skrúfið lokið strax á.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.