Í Franska spítalanum á Fáskrúðsfirði, sem hýsir Fosshótel, er hinn bjarti og fallegi veitingastaður L´abri. Þar er eldað af metnaði undir frönskum áhrifum. Mikið var að gera á hótelinu og veitingastaðnum þegar við vorum fyrir austan á dögunum og vel bókað sumar, vetur, vor og haust. Það er vel þess virði að koma við á Fáskrúðsfirði, skoða snyrtilegan bæ og fá sér hressingu í Franska spítalnunum sem Minjavernd endurbyggði af miklum myndarbrag. Frá veitngastaðnum er hægt að ganga út á bryggju sem er þar fyrir framan og ljúft er á góðviðrisdögum að sitja að snæðingi á pallinum við hótelið. Inn af veitingastaðnum er svo vel heppnað safn um franska sjómenn (kannski ekki alveg hlutlaus þar sem ég kom að verkefninu…)
Allir til Fáskrúðsfjarðar
Texti: Albert Eiríksson (albert.eiriksson (hjá) gmail.com)