Saffran bláskel

Saffran bláskel Kræklingur bláskel, herramannsmatur FINGRAMATUR krákuskel eða kráka
Saffran bláskel

Saffran bláskel

Það myndast oft skemmtileg stemning í kræklingaveislum. Í veislu sem við vorum í var bláskelin(kræklingur er einnig nefndur bláskel, krákuskel eða kráka) borin fram með frönskum kartöflum (bátum) og alioli. Gott er að nota djúpa diska fyrir bláskelina. Þó þetta sé „fingramatur” þá er ágætt að leggja hníf og gaffal á borðið og skeið til að borða soðið með. Allra skemmtilegast er að borða bláskelina tómri skel sem er notðu eins og töng. Svo er gott að hafa lítinnn hliðardisk fyrir kartöflurnar og aliolið. Bláskel er herramannsmatur

FISKURKRÆKLINGUR

.

Saffran bláskel

1 kg bláskel

50 g smjör

4 shallottulaukar, fínt saxaðir

4 msk olía

3 heilir hvítlauksgeirar

3 stórir hvítlauksgeirar, saxaðir fínt

3 dl hvítvín

1/2 dl rjómi

1/2 tsk saffran

2-3 dl fisksoð

3 vel þroskaðir tómatar, saxaðir

safi úr 1/2 sítrónu

1/2 chili

salt og pipar

2 msk fersk steinselja, söxuð

Hreinsið skelina vel undir köldu rennandi vatni. Bræðið smjör í stórum potti. Smellið lauk og hvítlauk úr í og steikið í tæpa mínútu, gætið þess að brenna hann ekki. Hellið hvítvíni, rjóma og saffrani út í og látið sjóða við vægan hita í 5 mín.  Bætið fiskisoði, tómötum, sítrónusafa, chili út í og látið sjóða áfram í 5 mín. Saltið og piprið. Bætið bláskelinni út í og látið sjóða í 10 mín eða þar til skeljarnar hafa opnað sig vel. Hristið pottinn vel. Skeljar sem ekki opnast á að henda. Gætið þess að hafa pottinn nógu stóran. Dreifið steinselju yfir skeljarnar.

Kræklingur, bláskel, krákuskel, kráka
bláskel

.

FISKURKRÆKLINGUR

— SAFFRAN BLÁSKEL —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Lambalæri fyllt með þurrkuðum ávöxtum – Íslandsmeistarauppskrift

Hægeldað lambalæri fyllt með þurrkuðum ávöxtum. Það var notalegt í gamla daga að vakna á sunnudagsmorgnum og finna ilminn af lambasteikinni á meðan messan hljómaði í útvarpinu. Hægeldað lambalæri er alveg kjörið að hafa í matinn, silkimjúkt og bragðgott með góðri fyllingu. Helga systurdóttir mín er Íslandsmeistari kjötiðnaðarnema. þessi uppskrift er frá henni komin og vel má mæla með henni. Að vísu notaði ég koníak í staðinn fyrir viskíið en það breytir held ég ekki öllu.

Te er bæði hollt og gott

Te er bæði hollt og gott - IMG_0770

Te er bæði hollt og gott. Lengi vel drukku Íslendingar mikið te og á öldum áður var kaffi munaðarvara. Ætli te komi ekki næst á eftir vatni af þeim drykkjum sem vinsælastir eru í heiminum. Te er bæði svart, grænt, hvítt og oolong og koma víst allar af sömu plöntunni Camellia sinensis. Svo er ýmsu bætt við til að bæta og næra. Þið sem eigið ferska mintu í garðinum eða í potti í glugga ættuð að útbúa ykkur mintute.

Hitastig borðvína

Hitastig borðvína.  Oft heyrum við talað um stofuhita á rauðvínum. Stofuhiti víðast hvar er 18 gráður en hér vel yfir 20. Að sögn vínsérfræðinga hættir okkur Íslendingum til að bera fram rauðvín of heit og hvítvín of kælt.  Kjörhitastig rauðvíns er 16 - 17 gráður fyrir vín sem er frekar létt og í mesta lagi 20 gráður fyrir önnur rauðvín. Hvítvín sem eru borin fram beint út ísskáp eru of köld, 4 - 6 gráður. Kjörhiti hvítvíns er 10-12 gráður, því yngra því kaldara. Því þéttara því hærra hitastig.