Saffran bláskel

Saffran bláskel Kræklingur bláskel, herramannsmatur FINGRAMATUR krákuskel eða kráka
Saffran bláskel

Saffran bláskel

Það myndast oft skemmtileg stemning í kræklingaveislum. Í veislu sem við vorum í var bláskelin(kræklingur er einnig nefndur bláskel, krákuskel eða kráka) borin fram með frönskum kartöflum (bátum) og alioli. Gott er að nota djúpa diska fyrir bláskelina. Þó þetta sé „fingramatur” þá er ágætt að leggja hníf og gaffal á borðið og skeið til að borða soðið með. Allra skemmtilegast er að borða bláskelina tómri skel sem er notðu eins og töng. Svo er gott að hafa lítinnn hliðardisk fyrir kartöflurnar og aliolið. Bláskel er herramannsmatur

FISKURKRÆKLINGUR

.

Saffran bláskel

1 kg bláskel

50 g smjör

4 shallottulaukar, fínt saxaðir

4 msk olía

3 heilir hvítlauksgeirar

3 stórir hvítlauksgeirar, saxaðir fínt

3 dl hvítvín

1/2 dl rjómi

1/2 tsk saffran

2-3 dl fisksoð

3 vel þroskaðir tómatar, saxaðir

safi úr 1/2 sítrónu

1/2 chili

salt og pipar

2 msk fersk steinselja, söxuð

Hreinsið skelina vel undir köldu rennandi vatni. Bræðið smjör í stórum potti. Smellið lauk og hvítlauk úr í og steikið í tæpa mínútu, gætið þess að brenna hann ekki. Hellið hvítvíni, rjóma og saffrani út í og látið sjóða við vægan hita í 5 mín.  Bætið fiskisoði, tómötum, sítrónusafa, chili út í og látið sjóða áfram í 5 mín. Saltið og piprið. Bætið bláskelinni út í og látið sjóða í 10 mín eða þar til skeljarnar hafa opnað sig vel. Hristið pottinn vel. Skeljar sem ekki opnast á að henda. Gætið þess að hafa pottinn nógu stóran. Dreifið steinselju yfir skeljarnar.

Kræklingur, bláskel, krákuskel, kráka
bláskel

.

FISKURKRÆKLINGUR

— SAFFRAN BLÁSKEL —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Eggjakaka tenórsins

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Eggjakaka tenórsinns.. Í sumarbústaðarferð Sætabrauðsdrengjanna fyrir skömmu galdraði Gissur Páll fram spænska eggjaböku á meðan á æfingum stóð, án gríns - hann söng og bjó til matinn. Afskaplega hæfileikaríkur ungur maður sem getur auðveldlega gert tvennt í einu....

Hönnugott – karamellusúkkulaði, hnetur og döðlur

Hönnugott - karamellusúkkulaði, hnetur og döðlur. Hanna Rún og Bergþór hafa heldur betur slegið í gegn í þáttunum Allir geta dansað - ég er ekki frá því að ég sé að rifna úr stolti. Held það séu komin ár ef ekki áratugir síðan fjölskyldur þessa lands hafa safnast saman til að horfa saman á eins og á Allir geta dansað. Þessir þættir eru gleðisprengja sem enginn ætti að missa af. Á sunnudaginn er næst síðasti þátturinn.