Karrýsúpa með eplum og hrísgrjónum

Karrýsúpa -Karrýsúpa með eplum og hrísgrjónum Andrea Guðmundsdóttir listaháskólinn lhi
Karrýsúpa með eplum og hrísgrjónum

Karrýsúpa með eplum og hrísgrjónum

Matarást mín á eldabuskunum í vinnunni er alveg takmarkalaus. Núna var það Andrea sem eldaði karrýsúpu með eplum og hrísgrjónum. Mjöööög góð súpa, bragðmikil án þess þó að vera sterk. Ó hvað það er gaman að borða góðan mat – súpur eru sko líka matur 🙂

SÚPURKJÚKLINGURLISTAHÁSKÓLINNANDREA GUÐM

.

Karrýsúpa - Karrýsúpa með eplum og hrísgrjónum
Andrea og karrýsúpan góða

Karrýsúpa með eplum og hrísgrjónum

1 heill grillaður kjúklingur, skorinn í bita
60 g smjör
2 tsk karrý
1/2 tsk engifer
1 tsk túrmerik
pipar
negull
2 msk hveiti
1,5 l vatn
kjúklingakraftur
2 msk sítrónusafi
1,5 dl rjómi
1 stórt epli, flysjað og skorið í bita
soðin hrísgrjón

Bræðið smjörið í potti við lágan hita bætið við karrýi, engifer, túrmerik pipar og negul og látið malla í smá stund. Bætið við hveiti og hrærið saman. Setjið loks vatn og kjúklingakraft og sjóðið í um 15 mín. Þá er bætt við sítrónusafa og rjóma og loks eplum og kjúklingabitunum. Setjið í súpudiska og bætið við hrísgrjónum, ca einni msk á hvern disk.

🍏

SÚPURKJÚKLINGURLISTAHÁSKÓLINNANDREA GUÐM

— KARRÝSÚPA MEÐ EPLUM OG HRÍSGRJÓNUM —

🍏

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Gulrótakaka

Gulrótaterta

Gulrótakaka eins og þessi hentar hvort sem er með kaffinu eða í eftirrétt. Eins og með aðrar hráfæðistertur tekur ekki langa stund að útbúa hana og hún er næstum því óbærilega góð. Það þarf ekki að leggja möndlur í bleyti en ef þið hafið tíma til að láta þær liggja í nokkrar klukkustundir eða yfir nótt verða þær betri. Hingað komu nokkrir stórsöngvarar í kaffi og gúffuðu í sig tertunni með

Snúðakaka

Snúðaterta

Snúðakaka. Eins lengi og ég man eftir mér hefur móðir mín bakað þessa köku við miklar vinsældir. Við systkinin reynum oft að baka hana nákvæmlega eins og mamma gerir hana, en þið vitið hvernig andrúmsloftið, eldhúsið hennar mömmu, reynslan og sálin sem hún setur í baksturinn nær ekki alltaf í gegn. Þegar við bökum hana og gefum hinum að smakka, segjum við því alltaf: Iss! þetta er nú ekki eins og hjá mömmu.

Terturánið mikla 17. júní 1994

Terturánið mikla 17. júní 1994. Þann 17. júní 1994 var haldið upp á 50 ára afmæli lýðveldisins Íslands. Það er víst óhætt að segja að fólk eigi misgóðar minningar frá deginum. Stærsta og frægasta umferðarteppa Íslandssögunnar náði frá Reykjavík til Þingvalla. Á þessum degi var ég heima á Brimnesi og fór með nokkra barnunga vinnumenn í fjallgöngu.