Auglýsing

Eplaréttur með beikoni og timjan halldóra

Eplaréttur með beikoni og timian. Alltaf gaman að prófa nýja rétti, eitthvað nýtt og óvænt. Samsetningin kom mér þægilega á óvart, bæði smakkaði ég eplaréttinn einan og sér og einnig sem meðlæti með eggjaköku. Hvort tveggja mjög gott.

Eplaréttur með beikoni og timian

3 matarepli td. jonagold

2 vænir laukar

4 msk. ólífuolía

50 g smjör

1 msk timian

svartur pipar

250 g beikon

Skerið epli og lauk í teninga látið malla við hægan hita í olíunni þar til laukurinn er orðin glær og eplin mjúk

Skerið beikon smátt harðsteikið og látið fituna síga vel af. Blandið saman við eplin rétt áður en borið er fram gott meðlæti með eggjaköku eða sem sjálfstæður réttur

Eplaréttur með beikoni og timjan helga hermannsdóttir halldóra eigíksdóttir

Halldóra systir mín bauð í „smá morgunverð“ á dögunum. Hér er hún ásamt Helgu dóttur sinni

Auglýsing