Grænmetislasagna Dóru Emils

Grænmetislasagna Dóra Emils eggaldin sveppir kotasæla
Lasagna Dóru Emils

Grænmetislasagna Dóru Emils

Satt best að segja er það Dóru að þakka að ég fékk áhuga á grænmetisfæði hún er afar fær á því sviði. Í mínu ungdæmi var svona matur kallaður gras og mikið hlegið að grænmetisætunni Fríðu Fennel í skemmtiþættinum “Gættu að hvað þú gerir maður”  En nú er öldin aldeilis önnur og við vitum að grænmeti gerir okkur gott enda eru fleiri og fleiri sem taka mataræði sitt í gegn.

.

DÓRA EMILSGRÆNMETISLASAGNAVEGANEGGALDIN —  ANDREA GUÐM

.

Lasagna Dóru Emils

2-3 eggaldin (fer eftir stærð)
1 stór laukur
1 1/2 dl olía
3 hvítlauksrif
1 tsk múskat
1 msk estragon
1 msk fennel
1 msk oregano
salt og pipar
200 g sveppir
1-2 kúrbítar
1/2 ds nýrnabaunir
2-3 msk tómatpuré
1 egg
1 lítil dós kotasæla
rifinn ostur

Skerið eggaldin í bita og grillið í ofni í stutta stund.
saxið lauk og hvítlauk og kraumið í olíunni, með kryddunum, við lágan hita í um 20 mín
saxið sveppi og steikið þá með.

Skerið kúrbít í bita og bætið út í ásamt eggaldini, nýrnabaunum og tómatpuré látið malla áfram. Setjið lasagna í form með lasagnaplötum á milli.

Blandið saman eggi og kotasælu og setjið ofan á og loks rifnum osti, t.d. bland af cheddar venjulegum parmesan
Bakið í ca 40 til 50 mín í ofni – fer alveg eftir ofni. 180 til 200 gráður

Ofan á lasagna (þegar það er komið út úr ofninum)

4 hvítlauksrif
3 dl olía
tæplega búnt basil
100 g kasjúhnetur
100 g sólþurrkaðir tómatar.

Setjið allt í mixerinn og maukið frekar gróft. Hellið yfir lasagnaið um leið og það kemur úr ofninum.

Dóra Emils
Dóra Emils
Dóra og Andrea Guðmundsdóttir
Dóra og Andrea í mötuneyti Listaháskólans

.

DÓRA EMILSGRÆNMETISLASAGNAVEGANEGGALDIN —  ANDREA GUÐM

— LASAGNA DÓRU EMILS —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Matarspjallfundir Alberts og Betu næringarfræðings

Matarspjallfundir Alberts og Betu næringarfræðings. Við Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur eða Beta eins og ég kalla hana erum búin að hittast reglulega frá því í haust með það að markmiði að skoða mataræði mitt og hvort hægt er að gera betur og þá hvernig. Ástæðan fyrir því að ég fór til Betu var ekki það að eitthvað væri að angra mig sérstaklega, heldur meira að mig langaði að gera sjá með aðstoð næringarfræðings hvort ég væri í alvöru að borða hollt og jafnvel gera nokkrar tilraunir. Við tókum þetta skref fyrir skref

Sunnudagssíðdegiskaffi hjá Ragnheiði Lilju

Súkkulaðibomba með kókosklæðningu. Það er eitthvað svo ljúft að fá boð í kaffiboð á sunnudagssíðdegi. Á sólríkum sunnudegi á Akureyri bauð Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir okkur í kaffi og með því. Hún tók vel í að vera gestabloggari og sendi uppskriftirnar um hæl. Eða satt best að segja þá buðum við okkur í kaffi, Ragnheiður Lilja bakar nefnilega mjög góðar kökur. Á ferðalagi okkar um Norðurland höfðum við samband og úr varð kaffiboðið :) „Súkkulaðibomban er ekki fyrir fólk sem er í sykurbindindi" segir Ragnheiður Lilja.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave