Auglýsing
Grænmetislasagna Dóra Emils eggaldin sveppir kotasæla
Lasagna Dóru Emils

Grænmetislasagna Dóru Emils

Satt best að segja er það Dóru að þakka að ég fékk áhuga á grænmetisfæði hún er afar fær á því sviði. Í mínu ungdæmi var svona matur kallaður gras og mikið hlegið að grænmetisætunni Fríðu Fennel í skemmtiþættinum “Gættu að hvað þú gerir maður”  En nú er öldin aldeilis önnur og við vitum að grænmeti gerir okkur gott enda eru fleiri og fleiri sem taka mataræði sitt í gegn.

.

DÓRA EMILSGRÆNMETISLASAGNAVEGANEGGALDIN —  ANDREA GUÐM

.

Lasagna Dóru Emils

2-3 eggaldin (fer eftir stærð)
1 stór laukur
1 1/2 dl olía
3 hvítlauksrif
1 tsk múskat
1 msk estragon
1 msk fennel
1 msk oregano
salt og pipar
200 g sveppir
1-2 kúrbítar
1/2 ds nýrnabaunir
2-3 msk tómatpuré
1 egg
1 lítil dós kotasæla
rifinn ostur

Skerið eggaldin í bita og grillið í ofni í stutta stund.
saxið lauk og hvítlauk og kraumið í olíunni, með kryddunum, við lágan hita í um 20 mín
saxið sveppi og steikið þá með.

Skerið kúrbít í bita og bætið út í ásamt eggaldini, nýrnabaunum og tómatpuré látið malla áfram. Setjið lasagna í form með lasagnaplötum á milli.

Blandið saman eggi og kotasælu og setjið ofan á og loks rifnum osti, t.d. bland af cheddar venjulegum parmesan
Bakið í ca 40 til 50 mín í ofni – fer alveg eftir ofni. 180 til 200 gráður

Ofan á lasagna (þegar það er komið út úr ofninum)

4 hvítlauksrif
3 dl olía
tæplega búnt basil
100 g kasjúhnetur
100 g sólþurrkaðir tómatar.

Setjið allt í mixerinn og maukið frekar gróft. Hellið yfir lasagnaið um leið og það kemur úr ofninum.

Dóra Emils
Dóra Emils
Dóra og Andrea Guðmundsdóttir
Dóra og Andrea í mötuneyti Listaháskólans

.

DÓRA EMILSGRÆNMETISLASAGNAVEGANEGGALDIN —  ANDREA GUÐM

— LASAGNA DÓRU EMILS —

.

Auglýsing

2 athugasemdir

Comments are closed.