Grænmetislasagna Dóru Emils

Grænmetislasagna Dóra Emils eggaldin sveppir kotasæla
Lasagna Dóru Emils

Grænmetislasagna Dóru Emils

Satt best að segja er það Dóru að þakka að ég fékk áhuga á grænmetisfæði hún er afar fær á því sviði. Í mínu ungdæmi var svona matur kallaður gras og mikið hlegið að grænmetisætunni Fríðu Fennel í skemmtiþættinum “Gættu að hvað þú gerir maður”  En nú er öldin aldeilis önnur og við vitum að grænmeti gerir okkur gott enda eru fleiri og fleiri sem taka mataræði sitt í gegn.

.

DÓRA EMILSGRÆNMETISLASAGNAVEGANEGGALDIN —  ANDREA GUÐM

.

Lasagna Dóru Emils

2-3 eggaldin (fer eftir stærð)
1 stór laukur
1 1/2 dl olía
3 hvítlauksrif
1 tsk múskat
1 msk estragon
1 msk fennel
1 msk oregano
salt og pipar
200 g sveppir
1-2 kúrbítar
1/2 ds nýrnabaunir
2-3 msk tómatpuré
1 egg
1 lítil dós kotasæla
rifinn ostur

Skerið eggaldin í bita og grillið í ofni í stutta stund.
saxið lauk og hvítlauk og kraumið í olíunni, með kryddunum, við lágan hita í um 20 mín
saxið sveppi og steikið þá með.

Skerið kúrbít í bita og bætið út í ásamt eggaldini, nýrnabaunum og tómatpuré látið malla áfram. Setjið lasagna í form með lasagnaplötum á milli.

Blandið saman eggi og kotasælu og setjið ofan á og loks rifnum osti, t.d. bland af cheddar venjulegum parmesan
Bakið í ca 40 til 50 mín í ofni – fer alveg eftir ofni. 180 til 200 gráður

Ofan á lasagna (þegar það er komið út úr ofninum)

4 hvítlauksrif
3 dl olía
tæplega búnt basil
100 g kasjúhnetur
100 g sólþurrkaðir tómatar.

Setjið allt í mixerinn og maukið frekar gróft. Hellið yfir lasagnaið um leið og það kemur úr ofninum.

Dóra Emils
Dóra Emils
Dóra og Andrea Guðmundsdóttir
Dóra og Andrea í mötuneyti Listaháskólans

.

DÓRA EMILSGRÆNMETISLASAGNAVEGANEGGALDIN —  ANDREA GUÐM

— LASAGNA DÓRU EMILS —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.