Borða konur með háa hanska?

Borða konur með háa hanska? borðsiðir mannasiðir Etiquette
Borða konur með háa hanska?

Borða konur með háa hanska?

Svarið er stutt og einfalt: konur borða hvorki með háa né lága hanska. Hins vegar ef konur mæta með hanska í boð þá eru þeir ekki teknir af fyrir en máltíð hefst, geymdir í kjöltunni, en ekki settir á matarborðið. Að lokinni máltíð eru hanskarnir dregnir upp aftur.  Konur mega heilsa og halda á fordrykkjum verandi í hönskunum. Hér áður fyrr þótti besta mál að konur í standandi boðum væru íklæddar hönskum þegar þær stungu upp í sig pinnamatnum, held okkur finnist það svolítið einkennilegt í dag.

Karlmenn klæðast hönskum aðeins utandyra og heilsa aldrei með hönskum. Við ákveðnar siðaathafnir t.d. jarðafarir þekkist að karlmenn séu með hanska innandyra við kjólföt. 

Kannski finnst sumum þessi færsla gamaldags því að núorðið sjáist konur sjaldan með hanska, en hafið í huga að það er aldrei að vita hvenær breyting verður á tískunni.

BORÐSIÐIR/KURTEISI

— BORÐA KONUR MEÐ HÁA HANSKA? —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Matarsódi

Matarsódi

Matarsódi: „Mikið rétt ég hef góða reynslu á magavandamálum og brjóstsviða og þar kemur matarsódin sér vel að gagni bara passa að setja helst ekki meira en eina teskeið í meðalstórt glas af vatni"

Mjólkuróþol eða ADHD ?

MJÓLKURÓÞOL EÐA ADHD? Áhugaverð saga móður um breytingarnar sem urðu á dóttur hennar þegar hún hætti að fá mjólk og mjólkurvörur. Matur er undirstaða alls, hollur góður matur sem hentar hverjum og einum. Gleymum því ekki að við erum ólík.

Boeuf bourguignon all´italiana með ofnsteiktum kartöflum

Nautakjöt

Boeuf bourguignon all´italiana með ofnsteiktum kartöflum. Fyrsta æfing Sætabrauðsdrengjanna fyrir jólatónleikana var í sumarbústað í byrjun september. Þar var mikið sungið og mikið borðað.