Borða konur með háa hanska?

Borða konur með háa hanska? borðsiðir mannasiðir Etiquette
Borða konur með háa hanska?

Borða konur með háa hanska?

Svarið er stutt og einfalt: konur borða hvorki með háa né lága hanska. Hins vegar ef konur mæta með hanska í boð þá eru þeir ekki teknir af fyrir en máltíð hefst, geymdir í kjöltunni, en ekki settir á matarborðið. Að lokinni máltíð eru hanskarnir dregnir upp aftur.  Konur mega heilsa og halda á fordrykkjum verandi í hönskunum. Hér áður fyrr þótti besta mál að konur í standandi boðum væru íklæddar hönskum þegar þær stungu upp í sig pinnamatnum, held okkur finnist það svolítið einkennilegt í dag.

Karlmenn klæðast hönskum aðeins utandyra og heilsa aldrei með hönskum. Við ákveðnar siðaathafnir t.d. jarðafarir þekkist að karlmenn séu með hanska innandyra við kjólföt. 

Kannski finnst sumum þessi færsla gamaldags því að núorðið sjáist konur sjaldan með hanska, en hafið í huga að það er aldrei að vita hvenær breyting verður á tískunni.

BORÐSIÐIR/KURTEISI

— BORÐA KONUR MEÐ HÁA HANSKA? —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.