Hattar í boðum – nokkrir hatta-siðir

Hattar í boðum – hattur kurteisi dömur kvenhattar nokkrir hatta-siðir hattar í bubba boðum veislum veitingahús kvenfólk konur borðsiðir mannasiðir etiquette þórhildur þóra fríða signý daddý harpa harðardóttir Þórhildur baldursdóttir, Þóra Fríða sæmundsdóttir, Signý sæmundsdóttir, hólmfríður kristinsdóttir Bubba, Daddý og Harpa HARÐARDÓTTIR dagbjört helena óskarsdóttir
Hattar í boðum – nokkrir hatta-siðir

Hattar í boðum

Höfuðföt hafa um aldir verið stöðutákn, dæmi um það eru kórónur kóngafólks. Lengi vel gengu giftar hefðarkonur og mæður með höfuðföt til að undirstrika stöðu sína og ábyrgð. Ógiftar konur voru hins vegar berhöfðaðar. Þumalputtareglan í nútímanum er að konur mega bera hatta innandyra en ekki karlmenn – hvort sem um er að ræða matar-, kaffi,- eða standandi boð. Það er amk gamla almenna reglan – við getum nú alveg horft í gegnum fingur okkar svona stundum. Hattar geta verið fyrirferðamiklir og ekki alltaf auðvelt að sjá ef maður situr fyrir aftan konu með stóran hatt, t.d. í leikhúsi eða í kirkju. Það er eins með hatta-siði eins og svo margt annað, svolítið misjafnt eftir löndum. Í sumum löndum er hefð fyrir því að karlmenn taki niður höfuðföt þegar þjóðsöngurinn er leikinn.

KURTEISI/BORÐSIÐIR — – HATTAR

.

Hattar í boðum – nokkrir hatta-siðir Hattar Þórhildur Þóra Fríða Signý Bubba Daddý Harpa
Þórhildur, Þóra Fríða, Signý, Bubba, Daddý og Harpa

👒

— HATTAR Í BOÐUM —

👒

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hitastig borðvína

Hitastig borðvína.  Oft heyrum við talað um stofuhita á rauðvínum. Stofuhiti víðast hvar er 18 gráður en hér vel yfir 20. Að sögn vínsérfræðinga hættir okkur Íslendingum til að bera fram rauðvín of heit og hvítvín of kælt.  Kjörhitastig rauðvíns er 16 - 17 gráður fyrir vín sem er frekar létt og í mesta lagi 20 gráður fyrir önnur rauðvín. Hvítvín sem eru borin fram beint út ísskáp eru of köld, 4 - 6 gráður. Kjörhiti hvítvíns er 10-12 gráður, því yngra því kaldara. Því þéttara því hærra hitastig.

Hnetusteik

Hnetusteik. Á mögum heilsuveitingahúsum og í betri búðum má fá dýrindis hnetusteikur en það er líka gaman að útbúa sína eigin. Þessi hnetusteik verður á okkar borði á jólunum.

Matur sem má borða með fingrunum

Matur sem má borða með fingrunum. Hver kannast ekki við að vera í veislu eða á veitingastað og langa til að nota guðsgafflana í staðinn fyrir hnífapörin? Það er ýmislegt sem við megum nota puttana við og er jafnvel æskilegra að nota þá en hnífapörin. Það er ákveðin stemning því samfara að nota fingurna. Það getur verið æskilegt að gestgjafi láti vita þegar hann býður heim hvað hann ætli að hafa svo fólk geti gert ráðstafanir eða komi ekki af fjöllum. Við viljum síður mæta í okkar fínasta og dýrasta dressi og eiga von á því að eitthvað slettist á okkur. Ef boðið er upp á mat sem gestir kunna ekki að „eiga við” þá er ágætt að hafa örstutta sýnikennslu. Munið bara að hafa vel af servíettum eða blauttuskum.