Kaupfélagsbarinn í Neskaupstað

HotelHildibrand

Kaupfélagsbarinn í Neskaupstað

Á Hildibrand hótelinu í Neskaupstað er veitingastaðurinn Kaupfélagsbarinn sem er með þeim bestu á landsbyggðinni. Gamla kaupfélagshúsinu á staðnum var breytt í hótel og á jarðhæðinni er Kaupfélagsbarinn. Hönnunin er til fyrirmyndar og á veggjum minnir eitt og annað á blómatíma Sambandsins. Við fengum okkur blandaða fiskrétti og skyrmús og ís á eftir. Satt best að segja urðum við orðlaus yfir matnum, svo góður var hann. Á meðan við nutum matarins kom Hákon hótelstjóri með fangið fullt af nýuppteknu grænmeti sem hann ræktar sjálfur fyrir veitingastaðinn. Stórfínn veitingastaður sem vel má mæla með.

Texti: Albert Eiríksson (albert.eiriksson (hjá) gmail.com)

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sítrónusmjörið góða og lífrænn matarlitur

Sítrónusmjör

Sítrónusmjörið góða. Þegar sítrónusmjör er útbúið verður eiginlega að hafa matarlit, annars verður það muskulegt, grátt og frekar ógirnilegt. Á dögunum fann ég náttúrulegan matarlit sem er mun hollari en hinn – þá bretti ég upp ermar og skellti í sítrónusmjör ????

Kaffitár í Perlunni

Kaffitár í Perlunni. Efstu hæð Perlunnar hefur verið breytt verulega. Öðru megin er veitingastaðurinn Út í bláinn og hinu megin kaffihús Kaffitárs. Staðsetningin er hin besta og útsýnið gerist ekki betra. Við förum þarna reglulega. Núna vorum við að koma úr Perlunni, fórum þangað með tengdó og barnabörnin. Fengum okkur kaffi og með því. Þarna er rúmgott, bjart, skemmtilega lifandi erill og í alla staði notalegt. Við fengum að vita að allar kökur og allt kaffimeðlæti er bakað hjá Kaffitári, þar er meira að segja croissantið er gert frá grunni - gaman að segja frá því. Svo gleðst ég alltaf þegar gert er ráð fyrir grænmetisætum, veganistum og fólki sem illa þolir glútein.